Viðskipti innlent

Fyrrum bankamenn ráða yfir 50 prjónakonur í vinnu

Myndin er tekin af vefsíðu Nordic Store.
Myndin er tekin af vefsíðu Nordic Store.

Netverslunin Nordic Store hefur nú ráðið yfir 50 prjónakonur í vinnu sökum þess hve viðskiptin með íslenskar lopapeysur ganga vel á netinu.

Samkvæmt frásögn á vefsíðunni Icenews eru það fyrrum bankamenn sem standa á bakvið reksturinn og að prjónakonurnar hafi verið atvinnulausar áður en þær fengu vinnu hjá Nordic Store.

Samkvæmt Icenews er Nordic Store dæmi um hve lítil fyrirtæki blómstri í kreppunni á Íslandi en fram kemur að netverslunin velti nú milljónum dollara eða hundruðum milljóna kr.

Fyrir utan prjónapeysur selur netverslunin allskonar annan íslenskan varning um allan heim, þar á meðal dvd-diska, kort, listmuni, heilsuvörur og minjagripi. Jafnvel sé um að ræða sölu á mat- og drykkjarvörum.

Samkvæmt eigendum Nordic Store er lykillinn að velgengni þeirra sá að bjóða upp á gæðavöru á sérmörkuðum.

Hægt er að skoða netverslun Nordic Store með því að smella hér.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×