Töluverð þörf á endurnýjun Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. október 2009 06:00 Segja framtíð bjarta Thomas Schmidt-Mumm, aðstoðarforstjóri yfir Norður- og Mið-Evrópu, og Andrew Gordon, yfirmaður markaðsrannsókna hjá Airbus, kynntu tuttugu ára spá Airbus um þróun í flugiðnaði, auk stöðu og horfa hjá félaginu sjálfu, á blaðamannafundi í gær. Fréttablaðið/Pjetur Flugfélög á Norðurlöndunum þurfa 404 nýjar farþegaflugvélar með yfir 100 sæti næstu tuttugu árin, frá 2009 til 2028, samkvæmt nýjustu markaðsspá flugvélaframleiðandans Airbus. Fulltrúar félagsins kynntu spána í fyrsta sinn hér á landi í gær. Þörf fyrir nýjar vélar er að stærstum hluta til komin vegna endurnýjunar á eldri vélum sem verður skipt út fyrir vistvænni flugvélar. Þá spáir Airbus áframhaldandi vexti í flugiðnaði, en flugumferð hefur til þessa tvöfaldast á hverju fimmtán ára tímabili. „Og sú þróun heldur áfram,“ segir Andrew Gordon, yfirmaður markaðsrannsókna hjá Airbus. Hann bendir jafnframt á að töluverður uppgangur hafi verið í flugiðnaði á Norðurlöndum síðustu ár, en á þessu ári sé flugumferð til og frá Norðurlöndum 35 prósentum meiri en árið 2000. Spá Airbus nær til heimsins alls, en samkvæmt henni mun uppgangur í Asíu, þar sem hvað mestum hagvexti er spáð, verða til þess að breyta nokkuð goggunarröð þeirra svæða þar sem mest er flogið. Núna eru Bandaríkin í fyrsta sæti með 31 prósent flugumferðar, Evrópa í öðru sæti með 28 prósent og Asía í þriðja með 26 prósent. Árið 2028 telur Airbus hins vegar að Asía verði komin í fyrsta sætið með 33 prósent, Evrópa haldi öðru sætinu með 26 prósent og Bandaríkin falli í þriðja með tuttugu prósenta hlut. „Þótt tímar séu erfiðir um þessar mundir störfum við í vaxtargeira,“ áréttar Thomas Schmidt-Mumm, aðstoðarforstjóri Airbus í Norður- og Mið-Evrópu. Hann notar tækifærið til funda með fulltrúum flugfélaga hér og kveður Airbus í reglulegu sambandi við þau, þótt Boeing sé ráðandi í markaðshlutdeild hér á landi. Airbus ætlar sér væna sneið spáðrar aukningar, en Andrew Gordon segir stefnt á helmingshlutdeild. Núna er félagið með 24 prósenta markaðshlutdeild á Norðurlöndum. Árið 1990 var hlutur félagsins tvö prósent. Í markaðsspá Airbus kemur fram að á spátímabilinu fjölgi farþegaflugvélum fyrir fleiri en hundrað farþega á Norðurlöndum um meira en fimmtíu prósent, fari úr 319 upp í 488 vélar. Af þeim sem þegar eru í notkun verði 235 teknar úr umferð, 75 verði nýttar annars staðar og níu verði áfram í notkun. Heildarmarkaðsvirði endurnýjunar og breytinga yfir í vistvænni vélar sem taka yfir 100 farþega er áætlað 38,7 milljarðar Bandaríkjadala, eða rúmlega 4.720 milljarðar króna. Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Flugfélög á Norðurlöndunum þurfa 404 nýjar farþegaflugvélar með yfir 100 sæti næstu tuttugu árin, frá 2009 til 2028, samkvæmt nýjustu markaðsspá flugvélaframleiðandans Airbus. Fulltrúar félagsins kynntu spána í fyrsta sinn hér á landi í gær. Þörf fyrir nýjar vélar er að stærstum hluta til komin vegna endurnýjunar á eldri vélum sem verður skipt út fyrir vistvænni flugvélar. Þá spáir Airbus áframhaldandi vexti í flugiðnaði, en flugumferð hefur til þessa tvöfaldast á hverju fimmtán ára tímabili. „Og sú þróun heldur áfram,“ segir Andrew Gordon, yfirmaður markaðsrannsókna hjá Airbus. Hann bendir jafnframt á að töluverður uppgangur hafi verið í flugiðnaði á Norðurlöndum síðustu ár, en á þessu ári sé flugumferð til og frá Norðurlöndum 35 prósentum meiri en árið 2000. Spá Airbus nær til heimsins alls, en samkvæmt henni mun uppgangur í Asíu, þar sem hvað mestum hagvexti er spáð, verða til þess að breyta nokkuð goggunarröð þeirra svæða þar sem mest er flogið. Núna eru Bandaríkin í fyrsta sæti með 31 prósent flugumferðar, Evrópa í öðru sæti með 28 prósent og Asía í þriðja með 26 prósent. Árið 2028 telur Airbus hins vegar að Asía verði komin í fyrsta sætið með 33 prósent, Evrópa haldi öðru sætinu með 26 prósent og Bandaríkin falli í þriðja með tuttugu prósenta hlut. „Þótt tímar séu erfiðir um þessar mundir störfum við í vaxtargeira,“ áréttar Thomas Schmidt-Mumm, aðstoðarforstjóri Airbus í Norður- og Mið-Evrópu. Hann notar tækifærið til funda með fulltrúum flugfélaga hér og kveður Airbus í reglulegu sambandi við þau, þótt Boeing sé ráðandi í markaðshlutdeild hér á landi. Airbus ætlar sér væna sneið spáðrar aukningar, en Andrew Gordon segir stefnt á helmingshlutdeild. Núna er félagið með 24 prósenta markaðshlutdeild á Norðurlöndum. Árið 1990 var hlutur félagsins tvö prósent. Í markaðsspá Airbus kemur fram að á spátímabilinu fjölgi farþegaflugvélum fyrir fleiri en hundrað farþega á Norðurlöndum um meira en fimmtíu prósent, fari úr 319 upp í 488 vélar. Af þeim sem þegar eru í notkun verði 235 teknar úr umferð, 75 verði nýttar annars staðar og níu verði áfram í notkun. Heildarmarkaðsvirði endurnýjunar og breytinga yfir í vistvænni vélar sem taka yfir 100 farþega er áætlað 38,7 milljarðar Bandaríkjadala, eða rúmlega 4.720 milljarðar króna.
Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun