Norðurlönd með mikla þörf fyrir nýjar flugvélar 21. október 2009 15:45 Flugfélögin á Norðurlöndunum munu þurfa 404 nýjar farþegaflugvélar með yfir 100 sæti næstu tuttugu árin, frá 2009-2028, samkvæmt nýjustu markaðsspá Airbus. Þörfin fyrir þessar nýju vélar er aðallega vegna endurnýjunar á eldri og eyðslufrekari vélum sem verður skipt út fyrir vistvirkari vélar sem endurspegla umhverfisvitundina á svæðinu. Í tilkynningu segir að árið 2028 mun farþegaflugvélum fyrir fleiri en hundrað farþega hafa fjölgað um yfir 50% - úr 319 í 488 flugvélar. Af þeim 319 flugvélum sem eru á Norðurlöndunum núna, mun 235 verða skipt út, 75 verða nýttar annars staðar og níu verða áfram í notkun. 327 af þessum 404 nýju flugvélum verða farþegaþotur með einum gangvegi, í sama flokki og hinar sparneytnu flugvélar Airbus af gerðinni A320, 77 vélanna verða breiðþotur með tveimur gangvegum sem taka á bilinu 250-400 farþega. Vélar Airbus sem henta í þetta hlutverk eru A330/A340 línan og svo, frá og með árinu 2013, einnig A350XWB. Heildar markaðsvirði endurnýjunar og breytingar yfir í vistvirkar flugvélar sem taka yfir 100 farþega er áætlað 38,7 milljarðar Bandaríkjadala. „Flugsamgöngur á Norðurlöndunum hafa aukist um 35% á tímabilinu 2000-2009," segir Andrew Gordon, yfirmaður markaðsrannsókna hjá Airbus, „og þessi aukning hefur aðallega verið vegna viðskiptaferða, persónulegra ferða og skemmtiferða. Flug er forsenda fyrir fjölgun erlendra ferðamanna á Norðurlöndunum. Airbus sér möguleika á því að hægt verði að auka vistvirkni bæði innan Norðurlandanna og milli Norðurlandanna og Evrópu með flugvélum fyrirtækisins sem eru í fremsta flokki hvað varðar tækni og sparneytni. Flugsamgöngur skipta miklu máli í efnahagslífi heimsins og á Norðurlöndunum hefur það lengi verið viðurkennt að vöxtur efnahagslífsins og náttúruvernd fara vel saman." Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Flugfélögin á Norðurlöndunum munu þurfa 404 nýjar farþegaflugvélar með yfir 100 sæti næstu tuttugu árin, frá 2009-2028, samkvæmt nýjustu markaðsspá Airbus. Þörfin fyrir þessar nýju vélar er aðallega vegna endurnýjunar á eldri og eyðslufrekari vélum sem verður skipt út fyrir vistvirkari vélar sem endurspegla umhverfisvitundina á svæðinu. Í tilkynningu segir að árið 2028 mun farþegaflugvélum fyrir fleiri en hundrað farþega hafa fjölgað um yfir 50% - úr 319 í 488 flugvélar. Af þeim 319 flugvélum sem eru á Norðurlöndunum núna, mun 235 verða skipt út, 75 verða nýttar annars staðar og níu verða áfram í notkun. 327 af þessum 404 nýju flugvélum verða farþegaþotur með einum gangvegi, í sama flokki og hinar sparneytnu flugvélar Airbus af gerðinni A320, 77 vélanna verða breiðþotur með tveimur gangvegum sem taka á bilinu 250-400 farþega. Vélar Airbus sem henta í þetta hlutverk eru A330/A340 línan og svo, frá og með árinu 2013, einnig A350XWB. Heildar markaðsvirði endurnýjunar og breytingar yfir í vistvirkar flugvélar sem taka yfir 100 farþega er áætlað 38,7 milljarðar Bandaríkjadala. „Flugsamgöngur á Norðurlöndunum hafa aukist um 35% á tímabilinu 2000-2009," segir Andrew Gordon, yfirmaður markaðsrannsókna hjá Airbus, „og þessi aukning hefur aðallega verið vegna viðskiptaferða, persónulegra ferða og skemmtiferða. Flug er forsenda fyrir fjölgun erlendra ferðamanna á Norðurlöndunum. Airbus sér möguleika á því að hægt verði að auka vistvirkni bæði innan Norðurlandanna og milli Norðurlandanna og Evrópu með flugvélum fyrirtækisins sem eru í fremsta flokki hvað varðar tækni og sparneytni. Flugsamgöngur skipta miklu máli í efnahagslífi heimsins og á Norðurlöndunum hefur það lengi verið viðurkennt að vöxtur efnahagslífsins og náttúruvernd fara vel saman."
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira