Statoil ógnað með refsiaðgerðum frá Barack Obama 23. október 2009 12:01 Bandarískir þingmenn hafa krafist þess að Barack Obama bandaríkjaforseti beiti refsiaðgerðum gegn norska olíufélaginu StatoilHydro. Ástæðan er mikil umsvif Statoil í Íran og er félagið ekki það eina sem þingmennirnir vilja að sé refsað. Í frétt um málið á business.dk segir að 50 þingmenn á bandaríska þinginu hafi lagt fram kröfu um að Barack Obama nýti sér löggjöf frá árinu 1996 um refsiaðgerðir en 20 erlend fyrirtæki hafa orðið fyrir barðinu á þeim síðan þar á meðal Total í Frakklandi, raftækjarisinn LG í Suður-Kóreru og brasilíska olíufélagið Petrobras. Upprunalega náði þessi löggjöf einnig til Lýbíu en féll úr gildi gagnvart því landi árið 2006. Refsiaðgerðirnir sem Bandaríkjastjórn getur gripið til samkvæmt löggjöfinni ná yfir allt frá því að koma í veg fyrir bankalán upp í viðskiptabann til og frá Bandaríkjunum. Einnig er hægt að útiloka fyrirtækin frá samningum við opinbera aðila í Bandaríkjunum. Löggjöfin ber nafnið „Sanctions Act" og hún gefur forsetanum möguleika á að beita aðgerðum gegn hverjum þeim sem hefur fjárfest fyrir meir en 20 milljarða dollara í orkugeira Írans. „Á sama tíma og þú semur við stjórn Íran um kjarnorkuáætlun þeirra skorum við á þig að beita öðrum tiltækum ráðum sem hægt er að grípa til ef diplómataleiðin nær ekki að leysa deiluna," skrifa þingmennirnir í bréfi til Barack Obama. Stjórn Statoil tekur þessa ógnun alvarlega. „StatoilHydro þekkir til og undirbýr sig fyrir aðgerðir bandarískra stjórnvalda í Íran," segir Mari Dotterudd talsmaður Statoil. „Við eigum í opnum og jöfnum samskiptum við bandarísk stjórnvöld um fyrirtæki okkar og starfsemi þess í Íran. Í ljósi stöðunnar í dag munum við ekki fjárfesta frekar í landinu." Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandarískir þingmenn hafa krafist þess að Barack Obama bandaríkjaforseti beiti refsiaðgerðum gegn norska olíufélaginu StatoilHydro. Ástæðan er mikil umsvif Statoil í Íran og er félagið ekki það eina sem þingmennirnir vilja að sé refsað. Í frétt um málið á business.dk segir að 50 þingmenn á bandaríska þinginu hafi lagt fram kröfu um að Barack Obama nýti sér löggjöf frá árinu 1996 um refsiaðgerðir en 20 erlend fyrirtæki hafa orðið fyrir barðinu á þeim síðan þar á meðal Total í Frakklandi, raftækjarisinn LG í Suður-Kóreru og brasilíska olíufélagið Petrobras. Upprunalega náði þessi löggjöf einnig til Lýbíu en féll úr gildi gagnvart því landi árið 2006. Refsiaðgerðirnir sem Bandaríkjastjórn getur gripið til samkvæmt löggjöfinni ná yfir allt frá því að koma í veg fyrir bankalán upp í viðskiptabann til og frá Bandaríkjunum. Einnig er hægt að útiloka fyrirtækin frá samningum við opinbera aðila í Bandaríkjunum. Löggjöfin ber nafnið „Sanctions Act" og hún gefur forsetanum möguleika á að beita aðgerðum gegn hverjum þeim sem hefur fjárfest fyrir meir en 20 milljarða dollara í orkugeira Írans. „Á sama tíma og þú semur við stjórn Íran um kjarnorkuáætlun þeirra skorum við á þig að beita öðrum tiltækum ráðum sem hægt er að grípa til ef diplómataleiðin nær ekki að leysa deiluna," skrifa þingmennirnir í bréfi til Barack Obama. Stjórn Statoil tekur þessa ógnun alvarlega. „StatoilHydro þekkir til og undirbýr sig fyrir aðgerðir bandarískra stjórnvalda í Íran," segir Mari Dotterudd talsmaður Statoil. „Við eigum í opnum og jöfnum samskiptum við bandarísk stjórnvöld um fyrirtæki okkar og starfsemi þess í Íran. Í ljósi stöðunnar í dag munum við ekki fjárfesta frekar í landinu."
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira