Viðskipti innlent

Ekki var haft samráð við FME um fjárfestingar Sjóvár

Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Mynd/Stefán Karlsson
Vátryggingafélagið Sjóvá hafði ekki samráð við Fjármálaeftirlitið varðandi fjárfestingar sínar. Þetta kemur fram á vef Fjármálaeftirlitsins vegna orða Þórs Sigfússonar, fyrrum forstjóra Sjóvár, á Vísi 7. júlí.

Í fréttinni sagði Þór: „Ég er alveg sannfærður um að engir óeðlilegir viðskiptahættir hafi átt sér stað. Allar fjárfestingar voru gerðar í samræmi við Fjármálaeftirlitið sem fékk öll gögn í hendurnar varðandi fjárfestingar Sjóvár."

Á vef Fjármálaeftirlitsins segir að af umræddum ummælum Þórs megi skilja að haft hafi verið samráð við eftirlitið varðandi fjárfestingar Sjóvár. „Svo var ekki."


Tengdar fréttir

„Öll mín verk þola dagsbirtuna, eigendurnir sáu um fjárfestingar“

„Ég er feginn að þessi athugun fari fram, öll mín verk þola dagsbirtuna. Fjárfestingar félagsins voru fyrst og fremst á ábyrgð eigenda félagsins en mitt verkefni var fyrst og fremst vátryggingastarfseminn. Ég var þó ábyrgur fyrir allri starfsemi félagsins en mér er ekki kunnugt um að nokkuð ólöglegt hafi farið fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×