Er kreppunni að ljúka í Bandaríkjunum? 10. júlí 2009 11:01 Hagfræðingar telja að hagkerfi Bandaríkjanna sé að rétta úr kútnum. Talið er að bandaríska hagkerfið muni rétta úr kútnum á seinni hluta þessa árs, það er mun fyrr en hagfræðingar höfðu áður gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Bloomberg fréttaveitunnar. Ástæðan er meðal annars aukin einkaneysla. Samkvæmt könnuninni sjást stöðugleikamerki á húsnæðismarkaði, aukin bjartsýni neytenda og minni samdráttur í bílasölu en verið hefur. Hins vegar mun atvinnuleysi væntanlega aukast lítillega á næstunni og mun það draga úr efnahagsbatanum. „Stöðugleiki er að nást í efnahagslífinu, það eru margir jákvæðir hlutir að gerast. Þeir gerast ekki nógu hratt til að gera alla ánægða en við erum á réttri leið," segir aðalhagfræðingur verðbréfasviðs Royal Bank of Scotland. Samkvæmt könnuninni er talið er að Seðlabanki Bandaríkjanna komi til með að hækka vexti á þriðja ársfjórðungi næsta árs og fari með vextina í 1 prósent. Fyrir einungis mánuði síðan töldu hagfræðingar að Seðlabanki Bandaríkjanna myndi halda stýrivöxtum nálægt 0 prósentum fram til fjórða ársfjórðungs 2010. Nú eru stýrivextir í Bandaríkjunum á bilinu 0-0,25%. Fram kemur í könnuninni að hagkerfið í heild sinni hafi væntanlega dregist saman um 1,8% á tímabilinu apríl til júní, sem er minni samdráttur en hagfræðingar höfðu áætlað. Talið er að bandaríska hagkerfið mun skila hagvexti á þessum ársfjórðungi og er áætlaður hagvöxtur næsta árs 2,1%. Þátttakendur í könnuninni hækkuðu einnig spár sínar um einkaneyslu en einkaneysla nemur um 70% af hagvexti Bandaríkjanna. Ennfremur kemur fram að niðursveiflunni muni væntanlega ljúka fljótlega, þrátt fyrir það mun atvinnuleysi aukast lítið eitt á næstu mánuðum. Talið er að atvinnuleysi muni verða 10,1% á fyrsta ársfjórðungi 2010 en í síðasta mánuði var atvinnuleysi í Bandaríkjunum 9,5%. Tæplega sjö milljónir manna hafa misst atvinnu sína í Bandaríkjunum síðan kreppan hófst þar í landi í desember 2007, sem er mesta uppsagnarhrina þar í landi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Talið er að bandaríska hagkerfið muni rétta úr kútnum á seinni hluta þessa árs, það er mun fyrr en hagfræðingar höfðu áður gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Bloomberg fréttaveitunnar. Ástæðan er meðal annars aukin einkaneysla. Samkvæmt könnuninni sjást stöðugleikamerki á húsnæðismarkaði, aukin bjartsýni neytenda og minni samdráttur í bílasölu en verið hefur. Hins vegar mun atvinnuleysi væntanlega aukast lítillega á næstunni og mun það draga úr efnahagsbatanum. „Stöðugleiki er að nást í efnahagslífinu, það eru margir jákvæðir hlutir að gerast. Þeir gerast ekki nógu hratt til að gera alla ánægða en við erum á réttri leið," segir aðalhagfræðingur verðbréfasviðs Royal Bank of Scotland. Samkvæmt könnuninni er talið er að Seðlabanki Bandaríkjanna komi til með að hækka vexti á þriðja ársfjórðungi næsta árs og fari með vextina í 1 prósent. Fyrir einungis mánuði síðan töldu hagfræðingar að Seðlabanki Bandaríkjanna myndi halda stýrivöxtum nálægt 0 prósentum fram til fjórða ársfjórðungs 2010. Nú eru stýrivextir í Bandaríkjunum á bilinu 0-0,25%. Fram kemur í könnuninni að hagkerfið í heild sinni hafi væntanlega dregist saman um 1,8% á tímabilinu apríl til júní, sem er minni samdráttur en hagfræðingar höfðu áætlað. Talið er að bandaríska hagkerfið mun skila hagvexti á þessum ársfjórðungi og er áætlaður hagvöxtur næsta árs 2,1%. Þátttakendur í könnuninni hækkuðu einnig spár sínar um einkaneyslu en einkaneysla nemur um 70% af hagvexti Bandaríkjanna. Ennfremur kemur fram að niðursveiflunni muni væntanlega ljúka fljótlega, þrátt fyrir það mun atvinnuleysi aukast lítið eitt á næstu mánuðum. Talið er að atvinnuleysi muni verða 10,1% á fyrsta ársfjórðungi 2010 en í síðasta mánuði var atvinnuleysi í Bandaríkjunum 9,5%. Tæplega sjö milljónir manna hafa misst atvinnu sína í Bandaríkjunum síðan kreppan hófst þar í landi í desember 2007, sem er mesta uppsagnarhrina þar í landi síðan í seinni heimsstyrjöldinni.
Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira