Viðskipti innlent

Rúmlega 12 milljarða velta með skuldabréf

Velta með skuldabréf nam rúmum 12 milljörðum króna í Kauphöllinni í dag eða Nasdaq OMX eins og Kauphöllin heitir réttilega. Þessi 12 milljarða króna skuldabréfavelta átti sér stað í 102 viðskiptum.

Heildarviðskipti með hlutabréf námu rúmum 23 milljónum króna.

Century Aluminium hækkaði um 0,8%, Marel lækkaði um 1,77% og Eik Banki lækkaði sömuleiðis um 10,11% í viðskiptum uppá 193 þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×