Eigendaábyrgð Landsvirkjunar og OR stenst ekki EES-samning 8. júlí 2009 12:16 Að mati Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) er hin ótakmarkaða ábyrgð sem Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur (OR)njóta, hjá eigendum fyrirtækjanna, ekki að fullu í samræmi við ákvæði EES samningsins um ríkisaðstoð. Hins vegar lítur ESA svo á að heimilt sé að veita ábyrgð vegna lána viðkomandi fyrirtækja, að því gefnu að greitt sé hæfilegt ábyrgðargjald fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu en ESA sendi í dag frá sér ákvörðun í tengslum við rannsókn stofnunarinnar á fyrirkomulagi eigendaábyrgða Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur. Í dag greiða fyrirtækin 0,25% ábyrgðagjald af lánum sínum í samræmi við lög um ríkisábyrgðir. Ákvörðun ESA frá í dag er í formi tilmæla til íslenskra stjórnvalda um að grípa til nauðsynlegra ráðstafana þannig að fyrirkomulag eigendaábyrgða Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur verði í samræmi við skuldbindingar Íslands að EES samningnum. Áður hafði ESA beint samskonar tilmælum til norskra stjórnvalda vegna sambærilegra mála. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að bregðast við ákvörðun ESA með eftirfarandi hætti: 1. Á komandi haustþingi verða lögð fram frumvörp til laga sem koma til móts við athugasemdir ESA við núverandi fyrirkomulag. Um er að ræða frumvörp til laga um breytingu á lögum um Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og laga um ríkisábyrgðir, þar sem tryggt er að ábyrgðin nái eingöngu til lána fyrirtækjanna og að fyrir hana sé greitt hæfilegt ábyrgðargjald. 2. Fenginn verður óháður aðili til að meta hvað telst vera hæfilegt ábyrgðargjald vegna þeirra ábyrgða sem eru á lánum Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur. Markmið þessara fyrirhuguðu lagabreytinga er að takmarka ábyrgðir eigendanna við lán fyrirtækjanna. Með því er tryggt að ábyrgð á núgildandi sem og framtíðar lánaskuldbindingum fyrirtækjanna verður óbreytt. Úttekt hins óháða aðila mun síðan leiða í ljós hvort þörf er á að breyta ábyrgðargjaldi fyrirtækjanna vegna lánanna. Með þessum breytingum er að fullu komið til móts við athugasemdir ESA og tryggt að fyrirkomulag eigendaábyrgðanna sé í samræmi við skuldbindingar Íslands að EES samningnum. Jafnframt er tryggt að þessar aðgerðir hafi lágmarksáhrif á Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Að mati Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) er hin ótakmarkaða ábyrgð sem Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur (OR)njóta, hjá eigendum fyrirtækjanna, ekki að fullu í samræmi við ákvæði EES samningsins um ríkisaðstoð. Hins vegar lítur ESA svo á að heimilt sé að veita ábyrgð vegna lána viðkomandi fyrirtækja, að því gefnu að greitt sé hæfilegt ábyrgðargjald fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu en ESA sendi í dag frá sér ákvörðun í tengslum við rannsókn stofnunarinnar á fyrirkomulagi eigendaábyrgða Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur. Í dag greiða fyrirtækin 0,25% ábyrgðagjald af lánum sínum í samræmi við lög um ríkisábyrgðir. Ákvörðun ESA frá í dag er í formi tilmæla til íslenskra stjórnvalda um að grípa til nauðsynlegra ráðstafana þannig að fyrirkomulag eigendaábyrgða Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur verði í samræmi við skuldbindingar Íslands að EES samningnum. Áður hafði ESA beint samskonar tilmælum til norskra stjórnvalda vegna sambærilegra mála. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að bregðast við ákvörðun ESA með eftirfarandi hætti: 1. Á komandi haustþingi verða lögð fram frumvörp til laga sem koma til móts við athugasemdir ESA við núverandi fyrirkomulag. Um er að ræða frumvörp til laga um breytingu á lögum um Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og laga um ríkisábyrgðir, þar sem tryggt er að ábyrgðin nái eingöngu til lána fyrirtækjanna og að fyrir hana sé greitt hæfilegt ábyrgðargjald. 2. Fenginn verður óháður aðili til að meta hvað telst vera hæfilegt ábyrgðargjald vegna þeirra ábyrgða sem eru á lánum Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur. Markmið þessara fyrirhuguðu lagabreytinga er að takmarka ábyrgðir eigendanna við lán fyrirtækjanna. Með því er tryggt að ábyrgð á núgildandi sem og framtíðar lánaskuldbindingum fyrirtækjanna verður óbreytt. Úttekt hins óháða aðila mun síðan leiða í ljós hvort þörf er á að breyta ábyrgðargjaldi fyrirtækjanna vegna lánanna. Með þessum breytingum er að fullu komið til móts við athugasemdir ESA og tryggt að fyrirkomulag eigendaábyrgðanna sé í samræmi við skuldbindingar Íslands að EES samningnum. Jafnframt er tryggt að þessar aðgerðir hafi lágmarksáhrif á Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira