Viðskipti innlent

Verðbréfamiðlarar Eik Banka í sigtinu hjá ríkislögreglustjóra

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Fjármálaeftirlitið (FME) telur að starfshættir Eik Banka og tveggja verðbréfamiðlara sem störfuðu við viðskipti bankans og við miðlun verðbréfa fyrir hönd viðskiptavina hans feli í sér markaðsmisnotkun. Málið hefur verið sent Ríkislögreglustjóra.

Eins og fram hefur komið í frétt hér á síðunni snýst rannsóknin um viðskipti sem áttu sér stað á tveimur dögum í júní og einum í júlí á síðasta ári. Um var að ræða viðskipti í kauphöllinni.

Fjármálaeftirlitið telur að starfshættir Eik Banka og tveggja verðbréfamiðlara sem störfuðu við viðskipti bankans og við miðlun verðbréfa fyrir hönd viðskiptavina hans feli í sér markaðsmisnotkun.

Tilboði Eik banka um viðskipti með hluti í tveimur félögum voru hreyfð til, ýmist hækkuð sölutilboð þess eða lækkuð kauptilboð, rétt áður en tilboð voru gerð fyrir hönd viðskiptavinar. Leiddi þetta til þess að í einu tilviki hækkaði opinbert dagslokaverð bréfa í tilteknu félagi.

Í öðru tilviki urðu viðskipti á hærra verði en ætla má að viðskiptavinurinn hefði fengið ef Eik banki hefði ekki hækkað sölutilboð sitt nokkrum mínútum áður en lagt var fram kauptilboð viðskiptavinarins.

Í þriðja tilvikinu urðu viðskipti á lægra verði en ætla má að EIK banki hefði fengið ef sölutilboð viðskiptavinarins hefði verið sett inn í tilboðabókina áður en kauptilboð bankans voru lækkuð. Það sem fyrst og fremst gerði slíka starfshætti framkvæmanlega að mati FME var að sömu starfsmenn Eik banka fengust á sama tíma við viðskipti fyrir eigin reikning bankans og miðlun verðbréfa fyrir viðskiptavini þess.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×