Fleiri fréttir Norrænu milljarðalánin skila sér bráðlega í hús Norðurlöndin hafa öll samþykkt að lána Íslendingum hundruð milljarða í erlendri mynt til að stuðla að fjárhagslegum stöðugleika hér. Viðræður standa yfir við Pólverja. Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að Rússalán skili sér. 26.6.2009 05:00 H&M hristi kreppuna af sér Sænska verslanakeðjan H&M hagnaðist um 4,19 milljarða sænskra króna, jafnvirði rúmra 83 milljarða íslenskra, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 6,3 prósenta aukning frá í fyrra og þykir skjóta nokkuð skökku við í þeim efnahagsþrengingum sem plagað hafa heiminn. 26.6.2009 04:00 Skilanefnd Glitnis: Niðurstaðan vegna Sjóvár sú besta í stöðunni Skilanefnd Glitnis hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að niðurstaða samninga sem losuðu Sjóvá undan greiðsluskyldu vegna fasteignakaupa í Macau hafi verið sú besta sem unnt var að ná að teknu tilliti til allra aðstæðna. Ástæða tilkynningarinnar er fréttaflutningur fjölmiðla um sölu Sjóvár á fasteigninni í Macau. 25.6.2009 17:58 Rektor Landbúnaðarháskólans: Skólinn var sveltur Landbúnaðarháskóli Íslands kom einna verst út úr úttekt Ríkisendurskoðunar á fjárhagsstöðu 50 valinna stofnana í eigu ríkisins. Gert er ráð fyrir að halli á fjárlögum háskólans í lok þessa árs nemi um 265 milljónum króna eða 47% af fjárheimild skólans. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans, sagði í samtali við Vísi að skólinn hafi verið sveltur um áraraðir. 25.6.2009 14:55 Meðaltekjur eru 5,6% lægri nú en á sama tíma í fyrra Meðaltekjur Íslendinga eru 5,6% lægri í ár en á sama tíma í fyrra. Það stafar af minnkuðu vinnuframlagi. 25.6.2009 13:07 Hátt í tugur fjárfesta hefur áhuga á að kaupa Sjóvá Hátt í tugur íslenskra og erlendra fjárfesta og fyrirtækja hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Sjóvá þegar það verður sett í sölu, líklega í haust. 25.6.2009 12:53 Hugsanleg lögsókn gegn hvalveiðiþjóðum Alþjóðahvalveiðiráðinu (IWC) mistókst í gær að ná samkomulagi milli hvalveiðiþjóða og þeirrra þjóða sem leggjast hart gegn hvalveiðum. Umhverfisráðherra Ástrala segir hugsanlegt að hvalveiðiþjóðirnar verði lögsóttar vegna ólöglegra hvalveiða. 25.6.2009 10:40 Peningamagn í umferð hefur aukist um 100 milljarða Peningamagn í umferð hefur aukist um rúmlega 100 milljarða frá bankahruninu í haust. 25.6.2009 15:57 Icesave eykur við sérfræðinám í Bretlandi Icesave klúðrið hefur valdið því að breska endurskoðunarfyrirtækið Chartered Institute of Public Finance & Accounting eða CIPFA og Samtök fjármálastjóra fyrirtækja (ACT) í Bretlandi hafa ákveðið að auka við sérfræðinám í alþjóðlegri fjármálastjórnun. 25.6.2009 13:47 Svíar samþykkja 700 milljón dala lán til Íslendinga Sænska ríkisstjórnin hefur tilkynnt að hún muni samþykkja 700 milljón Bandaríkjadala lánveitingu til Íslands til viðbótar þeim lánum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar lofað Íslendingum. 25.6.2009 13:13 Kallar á tafarlausar aðgerðir hjá átta ríkistofnunum Fjárhagsstaða átta ríkisstofnana er svo alvarleg að ástæða er til að bregðast tafarlaust við. Verst er hún þó hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Námsmatsstofnun. 25.6.2009 12:23 Hinir ofurríku tapa mest á fjármálakreppunni Fjöldi ofurríkra einstaklinga hefur minnkað um fjórðung í fjármálakreppunni og þar með hefur dregið úr sannleika kenningarinnar um að hinir ríku haldi betur á fjármunum sínum en aðrir. 25.6.2009 11:31 Greining Íslandsbanka spáir óbreyttum stýrivöxtum Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda vöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans 2. júlí næstkomandi. 25.6.2009 11:18 Raunlækkun íbúðaverðs á landinu öllu er 23% á einu ári Undanfarna 12 mánuði hafa íbúðir á landinu öllu lækkað um 10,4% að nafnvirði og um 23% að raunvirði. 25.6.2009 11:12 Gengi bréfa Century hreyfast ein í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur hækkað um 3,89 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í morgun. Hlutabréfavelta er með dræmara móti, upp á 1,9 milljónir króna. 25.6.2009 10:43 Hollensk Icesaveskýrsla: Sökin hjá Landsbanka og FME Tveir prófessorar úr lagadeild Háskólans í Amsterdam hafa unnið skýrslu um Icesave málið fyrir hollensk stjórnvöld. Þeir komast að þeirri niðurstöðu að Landsbankinn og Fjármálaeftirlitið á Íslandi beri höfuðsök á því klúðri sem Icesave hefur skapað. 25.6.2009 10:32 Samsæriskenningar grassera kringum skuldabréfasmygl Að hvaða niðurstöðu kemstu þegar þú blandar saman tveimur japönskum ríkisborgurum með fölsuð bandarísk ríkisskuldabréf, hægfara farþegarlest á leið til Sviss og meðlimum í fjármálalögreglu Ítalíu? 25.6.2009 09:51 Seðlabankinn selur fyrrum bankabréf fyrir 28 milljarða Seðlabankinn hefur ákveðið að setja í sölu ríkistryggð bréf, að nafnvirði 27,9 milljarðar kr. sem ríkissjóður eignaðist við fall bankanna s.l. haust. 25.6.2009 08:18 Tvö erfið ár fram undan hjá Toyota Nýr forstjóri Toyota-bílaverksmiðjanna japönsku, Akio Toyoda, segir tvö mjög erfið ár fram undan hjá fyrirtækinu. Toyoda er barnabarn stofnanda bílaverksmiðjanna og hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem forstjóri í gær. 25.6.2009 07:23 Finnst tólf ár nægja Tólf ára fangelsisdómur er hæfileg refsing fyrir umfangsmestu fjársvikamyllu sem sögur fara af. Þetta segir Ira Lee Sorkin, lögfræðingur bandaríska fjárfestisins Bernard Madoffs, sem sakaður er um að hafa með gylliboðum og fölsuðum afkomutölum haft fimmtíu milljarða dala, jafnvirði rúmra 6.300 milljarða króna á núvirði, af viðskiptavinum sínum. 25.6.2009 06:00 Óbreyttir vextir Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum á fundi sínum í gær. 25.6.2009 03:00 Fjárfestir vill meiri efnahagshvata Fjárfestirinn Warren Buffett segir stjórnvöld í Bandaríkjunum verða að kasta öðrum björgunarhring til efnahagslífsins. Gerist það ekki megi búast við að fjármálakerfið taki dýfu í annað sinn. 25.6.2009 02:00 Viðskiptavinir fá meira að vita Íslandssjóðir, rekstrarfélag verðbréfasjóða Íslandsbanka, hafa opnað nýja vefsíðu á slóðinni www.islandssjodir.is. Þar birtir sjóðurinn birtir verklag og reglur sjóðsins. 25.6.2009 01:00 Wernesbræður rannsakaðir af sérstökum saksóknara Embætti sérstaks saksóknara er að rannsaka umfangsmiklar fjárfestingar Wernersbræðra í gegnum Sjóvá og Milestone. Sjóvá tapaði þremur komma tveimur milljörðum íslenskra króna á því að kaupa lúxusíbúðir í háhýsi skammt frá Hong Kong. 24.6.2009 18:52 ECB dælir tröllvöxnum upphæðum inn í bankakerfi Evrópu Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að veita viðskiptabönkum í aðildarlöndum lausafjárfyrirgreiðslu að verðmæti um 80 billjón (þúsundir milljarða) króna eða 442 milljarða evra. 24.6.2009 18:25 Hannes segist saklaus og ætlar að áfrýja leitarheimild Athafnamaðurinn Hannes Smárason neitar sakargiftum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stundu. 24.6.2009 17:19 Hlutafé aukið í Travel Service Í dag var undirritað samkomulag um aukningu hlutafjár í Travel Service, dótturfélagi Icelandair Group í Tékklandi. Meðeigendur Icelandair Group, Unimex Group og Roman Vik skrá sig fyrir nýju hlutafé í félaginu og auka hlut sinn úr 34% í 49,9%. 24.6.2009 15:26 Landsvaki selur Skotum einn sjóða sinna á krónu Landsvaki hefur selt skoska hlutafélaginu The Aurora Fund í Edinborg einn af sjóðum sínum, Landsbanki Private Equity Fund 1, og er kaupverðið ein króna. 24.6.2009 15:04 Milestone fær heimild til nauðasamninga Héraðsdómur Reykjavíkur veitti í dag Milestone ehf. heimild til að leita nauðasamninga við lánardrottna sína. 24.6.2009 14:43 Umræður um Icesave á hollenska þinginu Utandagskrárumræður um Icesave standa nú yfir í hollenska þinginu en hópur af fyrrum innistæðueigendum Icesave hefur krafist þess að fá innistæður sínar greiddar að fullu. Þessi hópur segir að handvömm fjármálaeftirlita Íslands og Hollands eigi ekki að bitna á þeim. 24.6.2009 14:11 Athugasemd frá Nýja Kaupþingi Meðfylgjandi er athugasemd frá Nýja Kaupþingi varðandi frétt á Vísi frá því í morgun. Yfirfærsla á innstæðum fyrrum viðskiptavina SPRON gekk framar vonum þegar Fjármálaeftirlitið tók við rekstri SPRON. 24.6.2009 13:10 Slitastjórn skipuð fyrir SPRON og Frjálsa Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni bráðabirgðastjórnir SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans um skipun slitastjórnar fyrir báða þessa aðila. 24.6.2009 12:55 Íslenskir fjárfestar óska eftir greiðslustöðvun í Milwaukee Íslenskir fjárfestar með SJ Properties Suites Buyco ehf. í broddi fylkingar hafa óskað eftir greiðslustöðvun hjá dómstóli í Milwauke, stærstu borg Wisconsin ríkis í Bandaríkjunum. 24.6.2009 12:34 Riftunarkostnaður innifalinn í 3,2 milljarða tapi Tryggingar almennings hækka ekki þrátt fyrir mikið tap Sjóvár á fjárfestingu í lúxusíbúðum. Tapið nemur 3,2 milljörðum og er riftunarkostnaður á samningu við kínverskan verktaka innifalinn í því tapi að sögn forstjóra félagsins. 24.6.2009 12:21 Atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara er 22% Í þeim erfiðu aðstæðum sem nú ríkja á vinnumarkaði hefur atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara á innlendum vinnumarkaði aukist gríðarlega líkt og atvinnuleysi almennt. 24.6.2009 11:56 Erlendir fjárfestar fá 67 milljarða í dag Erlendir fjárfestar fá 67 milljarða kr. í hendurnar í dag en þá er gjalddagi á innistæðubréfum hjá Seðlabankanum. 24.6.2009 11:23 Aukin verðbólga dregur úr líkum á stýrivaxtalækkun Aukin verðbólga á öðrum ársfjórðungi í ár hefur verið öllu meiri en Seðlabankinn spáði. Verðbólgan hefur nú aukist frá síðasta vaxtaákvörðunardegi bankans. 24.6.2009 11:16 Enn eitt breskt fyrirtæki með risatap af íslenskum bönkum Enn eitt breskt fyrirtæki nefnir risatap af íslensku bönkunum í ársuppgjöri sínu. Þetta er járnsteypufyrirtækið Castings Plc sem tapaði 3,8 milljónum punda eða tæpum 800 milljónum kr. á innistæðum sínum í íslensku bönkunum í Bretlandi. 24.6.2009 10:58 Gengi bréfa Eimskipafélagsins fellur um 45 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 45 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Engin viðskiptavaki er með bréf félagsins, viðskipti stöpul og sveiflast þau því mjög. 24.6.2009 10:35 OECD: Endurreisn bankanna er forgangsatriði Í nýrri skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunnar Evrópu um efnahagsmál í heiminum segir hvað Ísland varðar að endurreisn bankakerfis landsins sé algert forgangsatriði svo bankarnir geti farið að veita lán, einkum til fyrirtækja. 24.6.2009 10:10 Rós Invest fær starfsleyfi til að reka verðbréfasjóði Fjármálaeftirlitið hefur veitt Rós Invest hf. starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. 24.6.2009 09:50 Nýr stjóri hjá Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf. Stjórn Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. hefur ráðið Flóka Halldórsson sem framkvæmdastjóra félagsins frá og með 1. júlí nk. 24.6.2009 09:40 Dollaramilljónamæringum fækkar um 15% í heiminum Einstaklingum sem eiga meir en eina milljón dollara í persónulegum auðæfum fækkar um tæp 15% í ár miðað við árið í fyrra. Þeir eru nú 8,6 milljónir talsins. Þetta eru niðurstöður árlegrar úttektar á vegum Capgemini/Merrill Lynch sem birt er í dag. 24.6.2009 09:32 Ársverðbólgan mælist nú 12,2% Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 12,2% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 16,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,0% sem jafngildir 12,5% verðbólgu á ári. 24.6.2009 09:03 Alþjóðabankinn spáir 2,9% samdrætti á heimsvísu Í nýrri skýrslu Alþjóðabankans spáir bankinn samdrætti um 2,9% á heimsvísu á árinu 2009 en að hagvöxtur árin 2010 og 2011 og verði 2,0% og 3,2%. 24.6.2009 08:48 Sjá næstu 50 fréttir
Norrænu milljarðalánin skila sér bráðlega í hús Norðurlöndin hafa öll samþykkt að lána Íslendingum hundruð milljarða í erlendri mynt til að stuðla að fjárhagslegum stöðugleika hér. Viðræður standa yfir við Pólverja. Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að Rússalán skili sér. 26.6.2009 05:00
H&M hristi kreppuna af sér Sænska verslanakeðjan H&M hagnaðist um 4,19 milljarða sænskra króna, jafnvirði rúmra 83 milljarða íslenskra, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 6,3 prósenta aukning frá í fyrra og þykir skjóta nokkuð skökku við í þeim efnahagsþrengingum sem plagað hafa heiminn. 26.6.2009 04:00
Skilanefnd Glitnis: Niðurstaðan vegna Sjóvár sú besta í stöðunni Skilanefnd Glitnis hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að niðurstaða samninga sem losuðu Sjóvá undan greiðsluskyldu vegna fasteignakaupa í Macau hafi verið sú besta sem unnt var að ná að teknu tilliti til allra aðstæðna. Ástæða tilkynningarinnar er fréttaflutningur fjölmiðla um sölu Sjóvár á fasteigninni í Macau. 25.6.2009 17:58
Rektor Landbúnaðarháskólans: Skólinn var sveltur Landbúnaðarháskóli Íslands kom einna verst út úr úttekt Ríkisendurskoðunar á fjárhagsstöðu 50 valinna stofnana í eigu ríkisins. Gert er ráð fyrir að halli á fjárlögum háskólans í lok þessa árs nemi um 265 milljónum króna eða 47% af fjárheimild skólans. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans, sagði í samtali við Vísi að skólinn hafi verið sveltur um áraraðir. 25.6.2009 14:55
Meðaltekjur eru 5,6% lægri nú en á sama tíma í fyrra Meðaltekjur Íslendinga eru 5,6% lægri í ár en á sama tíma í fyrra. Það stafar af minnkuðu vinnuframlagi. 25.6.2009 13:07
Hátt í tugur fjárfesta hefur áhuga á að kaupa Sjóvá Hátt í tugur íslenskra og erlendra fjárfesta og fyrirtækja hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Sjóvá þegar það verður sett í sölu, líklega í haust. 25.6.2009 12:53
Hugsanleg lögsókn gegn hvalveiðiþjóðum Alþjóðahvalveiðiráðinu (IWC) mistókst í gær að ná samkomulagi milli hvalveiðiþjóða og þeirrra þjóða sem leggjast hart gegn hvalveiðum. Umhverfisráðherra Ástrala segir hugsanlegt að hvalveiðiþjóðirnar verði lögsóttar vegna ólöglegra hvalveiða. 25.6.2009 10:40
Peningamagn í umferð hefur aukist um 100 milljarða Peningamagn í umferð hefur aukist um rúmlega 100 milljarða frá bankahruninu í haust. 25.6.2009 15:57
Icesave eykur við sérfræðinám í Bretlandi Icesave klúðrið hefur valdið því að breska endurskoðunarfyrirtækið Chartered Institute of Public Finance & Accounting eða CIPFA og Samtök fjármálastjóra fyrirtækja (ACT) í Bretlandi hafa ákveðið að auka við sérfræðinám í alþjóðlegri fjármálastjórnun. 25.6.2009 13:47
Svíar samþykkja 700 milljón dala lán til Íslendinga Sænska ríkisstjórnin hefur tilkynnt að hún muni samþykkja 700 milljón Bandaríkjadala lánveitingu til Íslands til viðbótar þeim lánum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar lofað Íslendingum. 25.6.2009 13:13
Kallar á tafarlausar aðgerðir hjá átta ríkistofnunum Fjárhagsstaða átta ríkisstofnana er svo alvarleg að ástæða er til að bregðast tafarlaust við. Verst er hún þó hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Námsmatsstofnun. 25.6.2009 12:23
Hinir ofurríku tapa mest á fjármálakreppunni Fjöldi ofurríkra einstaklinga hefur minnkað um fjórðung í fjármálakreppunni og þar með hefur dregið úr sannleika kenningarinnar um að hinir ríku haldi betur á fjármunum sínum en aðrir. 25.6.2009 11:31
Greining Íslandsbanka spáir óbreyttum stýrivöxtum Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda vöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans 2. júlí næstkomandi. 25.6.2009 11:18
Raunlækkun íbúðaverðs á landinu öllu er 23% á einu ári Undanfarna 12 mánuði hafa íbúðir á landinu öllu lækkað um 10,4% að nafnvirði og um 23% að raunvirði. 25.6.2009 11:12
Gengi bréfa Century hreyfast ein í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur hækkað um 3,89 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í morgun. Hlutabréfavelta er með dræmara móti, upp á 1,9 milljónir króna. 25.6.2009 10:43
Hollensk Icesaveskýrsla: Sökin hjá Landsbanka og FME Tveir prófessorar úr lagadeild Háskólans í Amsterdam hafa unnið skýrslu um Icesave málið fyrir hollensk stjórnvöld. Þeir komast að þeirri niðurstöðu að Landsbankinn og Fjármálaeftirlitið á Íslandi beri höfuðsök á því klúðri sem Icesave hefur skapað. 25.6.2009 10:32
Samsæriskenningar grassera kringum skuldabréfasmygl Að hvaða niðurstöðu kemstu þegar þú blandar saman tveimur japönskum ríkisborgurum með fölsuð bandarísk ríkisskuldabréf, hægfara farþegarlest á leið til Sviss og meðlimum í fjármálalögreglu Ítalíu? 25.6.2009 09:51
Seðlabankinn selur fyrrum bankabréf fyrir 28 milljarða Seðlabankinn hefur ákveðið að setja í sölu ríkistryggð bréf, að nafnvirði 27,9 milljarðar kr. sem ríkissjóður eignaðist við fall bankanna s.l. haust. 25.6.2009 08:18
Tvö erfið ár fram undan hjá Toyota Nýr forstjóri Toyota-bílaverksmiðjanna japönsku, Akio Toyoda, segir tvö mjög erfið ár fram undan hjá fyrirtækinu. Toyoda er barnabarn stofnanda bílaverksmiðjanna og hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem forstjóri í gær. 25.6.2009 07:23
Finnst tólf ár nægja Tólf ára fangelsisdómur er hæfileg refsing fyrir umfangsmestu fjársvikamyllu sem sögur fara af. Þetta segir Ira Lee Sorkin, lögfræðingur bandaríska fjárfestisins Bernard Madoffs, sem sakaður er um að hafa með gylliboðum og fölsuðum afkomutölum haft fimmtíu milljarða dala, jafnvirði rúmra 6.300 milljarða króna á núvirði, af viðskiptavinum sínum. 25.6.2009 06:00
Óbreyttir vextir Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum á fundi sínum í gær. 25.6.2009 03:00
Fjárfestir vill meiri efnahagshvata Fjárfestirinn Warren Buffett segir stjórnvöld í Bandaríkjunum verða að kasta öðrum björgunarhring til efnahagslífsins. Gerist það ekki megi búast við að fjármálakerfið taki dýfu í annað sinn. 25.6.2009 02:00
Viðskiptavinir fá meira að vita Íslandssjóðir, rekstrarfélag verðbréfasjóða Íslandsbanka, hafa opnað nýja vefsíðu á slóðinni www.islandssjodir.is. Þar birtir sjóðurinn birtir verklag og reglur sjóðsins. 25.6.2009 01:00
Wernesbræður rannsakaðir af sérstökum saksóknara Embætti sérstaks saksóknara er að rannsaka umfangsmiklar fjárfestingar Wernersbræðra í gegnum Sjóvá og Milestone. Sjóvá tapaði þremur komma tveimur milljörðum íslenskra króna á því að kaupa lúxusíbúðir í háhýsi skammt frá Hong Kong. 24.6.2009 18:52
ECB dælir tröllvöxnum upphæðum inn í bankakerfi Evrópu Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að veita viðskiptabönkum í aðildarlöndum lausafjárfyrirgreiðslu að verðmæti um 80 billjón (þúsundir milljarða) króna eða 442 milljarða evra. 24.6.2009 18:25
Hannes segist saklaus og ætlar að áfrýja leitarheimild Athafnamaðurinn Hannes Smárason neitar sakargiftum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stundu. 24.6.2009 17:19
Hlutafé aukið í Travel Service Í dag var undirritað samkomulag um aukningu hlutafjár í Travel Service, dótturfélagi Icelandair Group í Tékklandi. Meðeigendur Icelandair Group, Unimex Group og Roman Vik skrá sig fyrir nýju hlutafé í félaginu og auka hlut sinn úr 34% í 49,9%. 24.6.2009 15:26
Landsvaki selur Skotum einn sjóða sinna á krónu Landsvaki hefur selt skoska hlutafélaginu The Aurora Fund í Edinborg einn af sjóðum sínum, Landsbanki Private Equity Fund 1, og er kaupverðið ein króna. 24.6.2009 15:04
Milestone fær heimild til nauðasamninga Héraðsdómur Reykjavíkur veitti í dag Milestone ehf. heimild til að leita nauðasamninga við lánardrottna sína. 24.6.2009 14:43
Umræður um Icesave á hollenska þinginu Utandagskrárumræður um Icesave standa nú yfir í hollenska þinginu en hópur af fyrrum innistæðueigendum Icesave hefur krafist þess að fá innistæður sínar greiddar að fullu. Þessi hópur segir að handvömm fjármálaeftirlita Íslands og Hollands eigi ekki að bitna á þeim. 24.6.2009 14:11
Athugasemd frá Nýja Kaupþingi Meðfylgjandi er athugasemd frá Nýja Kaupþingi varðandi frétt á Vísi frá því í morgun. Yfirfærsla á innstæðum fyrrum viðskiptavina SPRON gekk framar vonum þegar Fjármálaeftirlitið tók við rekstri SPRON. 24.6.2009 13:10
Slitastjórn skipuð fyrir SPRON og Frjálsa Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni bráðabirgðastjórnir SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans um skipun slitastjórnar fyrir báða þessa aðila. 24.6.2009 12:55
Íslenskir fjárfestar óska eftir greiðslustöðvun í Milwaukee Íslenskir fjárfestar með SJ Properties Suites Buyco ehf. í broddi fylkingar hafa óskað eftir greiðslustöðvun hjá dómstóli í Milwauke, stærstu borg Wisconsin ríkis í Bandaríkjunum. 24.6.2009 12:34
Riftunarkostnaður innifalinn í 3,2 milljarða tapi Tryggingar almennings hækka ekki þrátt fyrir mikið tap Sjóvár á fjárfestingu í lúxusíbúðum. Tapið nemur 3,2 milljörðum og er riftunarkostnaður á samningu við kínverskan verktaka innifalinn í því tapi að sögn forstjóra félagsins. 24.6.2009 12:21
Atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara er 22% Í þeim erfiðu aðstæðum sem nú ríkja á vinnumarkaði hefur atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara á innlendum vinnumarkaði aukist gríðarlega líkt og atvinnuleysi almennt. 24.6.2009 11:56
Erlendir fjárfestar fá 67 milljarða í dag Erlendir fjárfestar fá 67 milljarða kr. í hendurnar í dag en þá er gjalddagi á innistæðubréfum hjá Seðlabankanum. 24.6.2009 11:23
Aukin verðbólga dregur úr líkum á stýrivaxtalækkun Aukin verðbólga á öðrum ársfjórðungi í ár hefur verið öllu meiri en Seðlabankinn spáði. Verðbólgan hefur nú aukist frá síðasta vaxtaákvörðunardegi bankans. 24.6.2009 11:16
Enn eitt breskt fyrirtæki með risatap af íslenskum bönkum Enn eitt breskt fyrirtæki nefnir risatap af íslensku bönkunum í ársuppgjöri sínu. Þetta er járnsteypufyrirtækið Castings Plc sem tapaði 3,8 milljónum punda eða tæpum 800 milljónum kr. á innistæðum sínum í íslensku bönkunum í Bretlandi. 24.6.2009 10:58
Gengi bréfa Eimskipafélagsins fellur um 45 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 45 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Engin viðskiptavaki er með bréf félagsins, viðskipti stöpul og sveiflast þau því mjög. 24.6.2009 10:35
OECD: Endurreisn bankanna er forgangsatriði Í nýrri skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunnar Evrópu um efnahagsmál í heiminum segir hvað Ísland varðar að endurreisn bankakerfis landsins sé algert forgangsatriði svo bankarnir geti farið að veita lán, einkum til fyrirtækja. 24.6.2009 10:10
Rós Invest fær starfsleyfi til að reka verðbréfasjóði Fjármálaeftirlitið hefur veitt Rós Invest hf. starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. 24.6.2009 09:50
Nýr stjóri hjá Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf. Stjórn Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. hefur ráðið Flóka Halldórsson sem framkvæmdastjóra félagsins frá og með 1. júlí nk. 24.6.2009 09:40
Dollaramilljónamæringum fækkar um 15% í heiminum Einstaklingum sem eiga meir en eina milljón dollara í persónulegum auðæfum fækkar um tæp 15% í ár miðað við árið í fyrra. Þeir eru nú 8,6 milljónir talsins. Þetta eru niðurstöður árlegrar úttektar á vegum Capgemini/Merrill Lynch sem birt er í dag. 24.6.2009 09:32
Ársverðbólgan mælist nú 12,2% Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 12,2% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 16,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,0% sem jafngildir 12,5% verðbólgu á ári. 24.6.2009 09:03
Alþjóðabankinn spáir 2,9% samdrætti á heimsvísu Í nýrri skýrslu Alþjóðabankans spáir bankinn samdrætti um 2,9% á heimsvísu á árinu 2009 en að hagvöxtur árin 2010 og 2011 og verði 2,0% og 3,2%. 24.6.2009 08:48