Viðskipti innlent

Viðskiptavinir fá meira að vita

Íslandssjóðir, rekstrarfélag verðbréfasjóða Íslandsbanka, hafa opnað nýja vefsíðu á slóðinni www.islandssjodir.is. Þar birtir sjóðurinn birtir verklag og reglur sjóðsins.

Vefsíðunni er ætlað að auka upplýsingagjöf og gagnsæi til viðskiptavina. Í Fréttatilkynningu frá Íslandsbanka kemur fram að á vefsíðunni komi fram þeir ferlar sem starfmenn sjóðsins vinni eftir við fjárfestingar.

Einnig eru birtar upplýsingar um áhættustýringu og siðareglur félagsins auk þess sem þar má finna reglur Íslandssjóða um hagsmunaárekstra.

Í fréttatilkynningu Íslandssjóða kemur jafnframt fram að þeir muni leggja mikla áherslu á gagnsæi og öfluga upplýsingagjöf til viðskiptavina.

-bþa








Fleiri fréttir

Sjá meira


×