Viðskipti innlent

Hannes segist saklaus og ætlar að áfrýja leitarheimild

Athafnamaðurinn Hannes Smárason neitar sakargiftum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stundu.

Þar kemur fram að hann hyggist áfrýja úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um ólögmæta húsleit til Hæstaréttar Íslands. Áður hafði héraðsdómur úrskurðað að leit á heimili Hannesar hefði verið lögleg.

Í yfirlýsingu sinni rekur Hannes hvert atriði fyrir sig í þeim ásökunum sem hafa komið fram í fjölmiðlum. Hann segir það ekki rétt að framin hafi verið auðgunarbrot þegar FL Group keypti flugfélagið Sterling árið 2005.

Hann vill meina að kaupin hafi verið eðliegt framhald viðskipta með Easyjet sem hafi skilað talsverðum arði.

Varðandi skattalagabrotin sem hann hefur verið sakaður um segir Hannes að allar greiðslur félagsins FI fjárfestingar, hafi verið rétt færðar í bókhald félagsins. Þá segir hann að félagið hafi skuldað sér stórar fjárhæðir og greiðslur til hans hafi lækkað þá persónulegu skuld.

Þá áréttar hann vegna umfjöllunar varðandi einkaneyslu sína að persónulegur kostnaður hans hafi ekki verið gjaldfærður í bókum FL Group, heldur færður á viðsiptareikning og svo endurgreiddur.

Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×