Viðskipti innlent

Aukin verðbólga dregur úr líkum á stýrivaxtalækkun

Aukin verðbólga á öðrum ársfjórðungi í ár hefur verið öllu meiri en Seðlabankinn spáði. Verðbólgan hefur nú aukist frá síðasta vaxtaákvörðunardegi bankans.

Gengi krónunnar hefur einnig lækkað á tímabilinu. Hvorutveggja dregur úr líkum á því að peningastefnunefnd bankans ákveði að lækka vexti frekar á næsta vaxtaákvörðunardegi bankans 2. júlí næstkomandi.

Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um nýja verðbólgumælingu Hagstofunnar. Þar segir að hækkun vísitölu neysluverðs um 1,38% var meiri hækkun en búist var við.

Greiningin reikaði með 0,9% hækkun og skýrist skekkjan í spánni af meiri áhrifum af hækkun opinberrar gjalda og meiri áhrifum af gengislækkun krónunnar. Hækkun opinberra gjalda skýrir um 0,4% af hækkun vísitölunnar nú en áfengis- og tóbaksgjald auk gjalda á bensín og díselolíu voru hækkuð með lögum sem samþykkt voru í lok síðasta mánaðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×