Viðskipti innlent

Nýr stjóri hjá Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf.

Stjórn Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. hefur ráðið Flóka Halldórsson sem framkvæmdastjóra félagsins frá og með 1. júlí nk.

Í tilkynningu segir að Ómar K. Ágústsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra félagsins, mun hætta störfum á sama tíma og hefja störf hjá Nýja Kaupþingi banka hf.

Rekstrarfélagið rekur m.a. sjóðina ICEQ, KB ABS 10 og KB ABS 12, sem hafa fengið fjármálagerninga tekna til viðskipta í kauphöllinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×