Viðskipti innlent

Keypti sér símanúmer fyrir 30 milljónir kr.

Arabískur auðmaður í ríkinu Qatar hefur engar áhyggjur af fjármálakreppunni því hann festi nýlega kaup á símanúmeri fyrir tæplega 30 milljónir kr. af þarlendu símafélagi. Númerið er 6000000 og því auðvelt að muna það.

Símafélagið setti númerið á uppboð og samkvæmt frétt í Arabian Business rann andvirði þess til góðgerðarmála. Sá sem keypti númerið vill hinsvegar ekki láta nafns síns getið.

Annað númer, 6000002, var einnig slegið fyrir dágóða fjárhæð á þessu uppboði eða 12 milljónir kr..

Þetta eru þó ekki dýrustu símanúmer sögunnar í Qatar. Fyrir tveimur árum keypti annar vellauðgur Arabi númerið 6666666 og gaf fyrir það rúmlega 38 milljónir kr..








Fleiri fréttir

Sjá meira


×