Viðskipti innlent

Sparisjóðsstjóri Byr hættir án starfslokasamnings

Á fundi stjórnar Byrs fyrir helgina var komist að samkomulagi við Magnús Ægi Magnússon að hann léti af störfum hjá Byr sem sparisjóðsstjóri.

Í tilkynningu um málið segir að þessi ráðstöfun var gerð í fullri sátt á milli aðila og er hún liður í endurskoðun fyrirtækisins m.t.t. breyttra aðstæðna á markaði. Um sérstakan starfslokasamning er ekki að ræða.

Magnús Ægir hefur þegar látið af störfum sem sparisjóðsstjóri en mun áfram gegna stjórnarsetu fyrir Byr í hinum ýmsum félögum sem Byr hefur aðkomu að. Magnúsi er þökkuð góð störf hjá Byr.

Ragnar Z. Guðjónsson, sem einnig hefur verið sparisjóðsstjóri ásamt Magnúsi mun áfram gegna stöðu sparisjóðsstjóra hjá Byr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×