Viðskipti erlent

Bréf rjúka upp eftir björgun Citigroup

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og fylgdu þannig eftir methækkun á Wall Street í gær en þar hafa bréf ekki hækkað jafnmikið síðan í október 1987 eða í 21 ár.

Þannig hækkaði Dow Jones-vísitalan um tæp fimm prósentustig en Standard & Poor's um 6,4. Í japan hækkaði Nikkei-vísitalan upp um þrjú prósentustig í morgun. Ástæða hækkunarinnar er björgun bandaríska bankarisans Citigroup og tilkynning Baracks Obama, verðandi Bandaríkjaforseta, um hóp hagstjórnarsérfræðinga sem hann hefur valið sér til fulltingis en þeirra á meðal er Peter Orszag, yfirmaður fjármálanefndar Bandaríkjaþings.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×