Fleiri fréttir

Stjórnendur Glitnis sagðir hafa brotið verklagsreglur bankans

Helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans í bankanum, FL Group, brutu verklagsreglur við lánveitingar í nokkrum tilfellum í fyrrahaust. Þessu er haldið fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur, blaðamanns, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum.

Forsvarsmenn General Motors útiloka ekki gjaldþrot

Forsvarsmenn bandaríska bílaframleiðands General Motors leita nú allra leiða til að bjarga fyrirtækinu frá þroti. Um leið útiloka þeir ekki að bílaframleiðandinn þurfi að lýsa yfir gjaldþroti. Þetta er fullyrt í dag á vefútgáfu Wall Street Journal.

Velta á faseignamarkaði dregst saman

Enn dregst velta á fasteignamarkaði saman. Á ársgrundvelli hefur veltan dregist saman um 84%. Þrjátíu og fimm kaupsamningum var þinglýst í vikunni sem leið.

Stuðningur Seðlabanka Evrópu hefði styrkt Ísland þegar bankarnir féllu

Íslendingar tóku upp mikið af regluverki Evrópusambandsins samhliða samningnum um evrópska efnahagssvæðið en um leið hafi þjóðin ekki haft sama öryggisnet og aðrar Evrópuþjóðir. Þetta sagði Jónas Friðrik Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í samtali við Björn Inga Hrafnsson í Markaðanum fyrir háegi.

Hóta að þjóðnýta breska banka

Breska ríkisstjórnin hótar að þjóðnýta breska banka geri stjórnendur þeirra ekki allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga smærri fyrirtækjum í kröggum. Breska ríkið hefur dælt milljörðum punda í helstu banka Bretlands til að bjarga þeim úr fjárhagsvanda.

Heildarendurskoðun banka í gangi

Viðskiptaráðherra hefur skipað nefnd um heildarendurskoðun á bankamarkaði. Þetta kom fram í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gærmorgun. Meðal annars skoðar nefndin reglur um viðskipti starfsmanna við fjármálafyrirtæki, veðsetning hluta í fjármálafyrirtækjum, eignarhald, stórar áhættuskuldbindingar og krosseignatengsl.

Markaðir hækka í Bandaríkjunum

Markaðir í Bandaríkjunum tóku verulegan kipp í dag eftir að fregnir fóru á kreik um að nýkjörinn forseti landsins, Barack Obama, myndi nefna Timothy Geithner sem fjármálaráðherra. Geither gegnir starfi nú seðlabankastjóra í New York.

Ríkið gæti orðið stærsti hluthafi Byrs

Imon, félag Magnúsar Ármanns, keypti bréf í Landsbankanum af bankanum sjálfum fyrir níu milljarða stuttu fyrir þjóðnýtingu.Tæplega átta prósenta hlutur Imons í Byr gæti verið í uppnámi vegna viðskiptanna.

Fjörutíu milljarða tap Orkuveitunnar

Orkuveita Reykjavíkur tapaði nærri 40 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt árshlutauppgjöri sem samþykkt var af stjórn fyrirtækisins í dag. Skýrist þessi niðurstaða alfarið af 64 prósent gengisfalli íslensku krónunnar.

Rólegur dagur í kauphöllinni

Fremur rólegur dagur í kauphöllinni í dag olli því að úrvalsvísitalan varð nær óbreytt frá í gær, endaði í 635 stigum sem er 0,05% hækkun.

Bandarískir markaðir opna í plús

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í fyrstu viðskiptum dagsins í Bandaríkjunum dag eftir mikið fall síðustu daga. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni nú skýrist einmitt af því að fjárfestar telja hlutabréfaverð á einkar ágætum kjörum nú um stundir, líkt og bandaríska dagblaðið Wall Street Journal tekur til orða.

SA kynnir brýn úrlausnarefni í kreppunni

Í tengslum við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu fyrirtækja sem nú er unnið að hafa Samtök atvinnulífsins (SA) tekið saman áhersluatriði um brýn úrlausnarefni.

Skilanefnd Landsbankans fundar með kröfuhöfum

Skilanefnd Landsbankans hefur haldið fyrsta fund sinn með fulltrúum kröfuhafa í þrotabú bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Lárus Finnbogason, formaður skilanefndarinnar, hefur sent frá sér.

Sænska ríkið setur Carnegie í sölumeðferð

Sænska ríkið hefur ákveðið að setja Carnegie bankann og tryggingarfélags hans, Max Matthiessen, í sölumeðferð. Sem kunnugt er af fréttum yfirtók sænska ríkið bankann þanmn 10. nóvember til að forða honum frá gjaldþroti.

MK One í þrot í annað sinn á árinu

Tískuverslanakeðjan MK One er komin í þrot í annað sinn á þessu ári. Lítið hefur gengið við að koma rekstrinum í viðunandi horf frá því að Baugur seldi keðjuna til Hilco í maí s.l..

Gæti verið jákvætt ef útlendingar eignuðust Kaupþing

„Það eru ýmsar hugmyndir í gangi um það hvernig hægt er að koma Kaupþingi fyrir í framtíðinni. Það gæti meðal annars haft jákvæð áhrif á það hvernig innflæði fjármagns og fjármögnun kaupþings væri ef að eigandinn væri útlendur,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra um að FIH bankinn eignist mögulega hlut í Kaupþingi.

Uppsagnir mun fleiri en sést á atvinnuleysistölum

Uppsagnir á starfsmönnum eru mun fleiri en sést á atvinnuleysistölum. Greining Glitnis bendir á að samkvæmt áætlun Vinnumálastofnunnar hefur útlendingum sem starfa á Íslandi fækkað um 5-6.000 frá því í júlí s.l.

Bakkavör hækkar mest í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 1,94 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Það féll um 17,6 prósent í gær og endaði í lægsta gengi frá upphafi.

Ótti réð örlögum Sterling

Fjárfestingarsjóðurinn Axcel gafst að öllum líkindum upp á að kaupa Sterling vegna ótta við viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar og hins mikla áhuga fjölmiðla á félaginu.

Lítllega dregur úr hagnaði Atlantic Airways

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hagnaðist um13,7 milljónir danskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta jafngildir rúmum 320 milljónum íslenskra á núverandi gengi krónu.

Niðursveifla á Wall Street - bílarisar óttast

Sannkallað hrun varð annan daginn í röð á Wall Street í gær. Dow Jones-vísitalan féll um 5,6 prósentustig og Standard og Poor's um heil 6,7. Náði sú síðarnefnda þar með sinni lægstu stöðu í rúm ellefu ár, síðan í apríl 1997.

Hagar kaupa verslanir BT

Hagar keyptu í dag allar eignir BT verslananna sem voru í eigu Árdagurs sem fór fram á gjaldþrotaskipti 12. nóvember.

365 verður Íslensk afþreying

Á hluthafafundi 365 hf. sem haldinn var í dag var samþykkt samhljóða að breyta nafni félagsins í Íslensk afþreying hf. Björn Sigurðsson fyrrum forstjóri Senu verður forstjóri hins nýja fyrirtækis. Fjölmiðlahluti 365 hf. hefur nú verið skilin frá öðrum einingum fyrirtækisins og verður Ari forstjóri þess.

Slæmur dagur í kauphöllinni

Dagurinn var slæmur í kauphöllinni eins og raunar í kauphöllum bæði vestanhafs og austan. Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,4% og stendur í 632 stigum.

Axcel hættir við kaupin á Sterling

Fjárfestingarsjóðurinn Axcel hefur hætt við kaupin á Sterling flugfélaginu og þar með virðist saga þess öll. Axcel hætti við þar sem ekki var mögulegt að gera langtímaáætlun um áframhaldandi rekstur Sterling.

Flot krónunnar gæti skapað öldu af gjaldþrotum

Poul Thomsen, aðstoðarforstjóri Evrópudeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), segir að flot krónunnar gæti skapað öldu af gjaldþrotum fyrirtækja og heimila, það er þeirra sem eru með mikið af lánum í erlendum myntum.

Ljóst að framundan er mikill skortur á lánsfjármagni

Viðskiptaráð segir ljóst að mikill skortur sé framundan á lánsfjármagni til íslenskra fyrirtækja og heimila. Þetta er eitt af því sem fram komi í yfirlýsingu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) og íslenskra stjórnvalda í tengslum við lánveitingu IMF til Íslands.

Glitnir þarf að afskrifa 13 milljarða vegna Stíms

Kvótakóngurinn Jakob Valgeir Flosason er skráður sem eigandi og eini stjórnarmaður Stím ehf sem fjárfesti fyrir tæpa 25 milljarða í Glitni og FL Group í nóvember á síðasta ári. Nú, rúmu ári seinna, hefur félagið tapað 13 milljörðum, milljörðum sem Glitnir þarf að afskrifa.

Eimskip hækkar en langmest viðskipti með Össur

Gengi bréfa í Eimskipafélaginu er það eina sem hefur hækkað í dag, eða um 0,75 prósent. Önnur hafa lækkað á sama tíma. Mest er fall Bakkavarar, sem hefur farið niður um 4,8 prósent. Gengi bréfa í félaginu stendur í 2,38 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra.

Lækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum

Fall á bandarískum og asískum mörkuðum smituðu út frá sér til evrópu í dag en gengi hlutabréfa féll almennt, sérstaklega bréf fjármálafyrirtækja.

Sjá næstu 50 fréttir