Viðskipti innlent

Norðmenn óttast að íslenska fjármálakreppan smitist til þeirra

Norðmenn óttast nú að íslenska fjármálakreppan smitist yfir til þeirra. Viðskiptavefir í Noregi fjalla um málið í dag en fram kemur að engin þjóð á jafnmikið af eignum í Noregi og Íslendingar.

Kjell-Ola Kleiven greinandi hjá Dun & Bradstreet í Noregi segir í samtali við Dagens Næringsliv að hið fjárhagslega tómarúm sem nú ríkir á Íslandi ógni íslenskum fyrirtækjum og félögum erlendis. "Og þar sem Noregur er eitt þeirra landa þar sem flest íslenska félög eru er okkur meira ógnað af smiti en öðrum," segir Kleiven.

Kleiven telur að besta lausnin sé að íslenska félög sem eiga í vandræðum með að fjármagna sig verði seld að hluta til eða alveg út úr íslensku móðurfélögunum. Hann óttast hinsvegar gjaldþrot þeirra.

Samkvæmt upplýsingum Dun & Bradstreet jukust gjaldþrot á Íslandi um 70% í ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×