Viðskipti erlent

AGS segir fjármálakreppuna fara versnandi fram til 2010

Aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að hin alþjóðlega fjármálakreppa muni fara versnandi á næstu misserum og að viðsnúningur náist ekki fyrr en árið 2010.

Fjallað var um málið í svissneska viðskiptablaðinu Finanz und Wirtschaft um helgina. Olivier Blanchard, aðalhagfræðingur AGS, segir í samtali við blaðið að heimurinn hafi ekki séð það versta enn. „Og það líður langur tími þar til hlutirnir komast í eðlilegt horf," segir Blanchard.

Blanchard telur að botninum verði náð árið 2010 og að síðan muni líða eitt ár í viðbót þar til ástandið verður eðlilegt.

Þá viðvörun er að finna í máli Blanchards að AGS gæti lent í vandræðum með að aðstoða öll þau lönd sem þurfa á hjálp AGS að halda. „Við höfum ekki fjármuni til að aðstoða alla og höfum aldrei haft," segir hann.

Blanchard hvetur alla seðlabanka heimsins að lækka vexti sína „eins nálægt núllinu og mögulegt er," segir hann.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×