Fleiri fréttir Augljós pilla? Seðlabanki Íslands gerði mistök í svari til Þorvaldar Gylfasonar prófessors um vaxtamun bankanna. Þorvaldur fékk gögn um vexti verðtryggðra innlána í stað óverðtryggðra. Fyrir helgi birti bankinn tilkynningu um mistökin, en þar segir að bankinn hafi leiðrétt „þessa augljósu skekkju“ við Þorvald og beðið hann afsökunar. 7.11.2007 00:01 Framhald í næstu viku „Guðmundur Magnússon og Stefán Már Stefánsson fjalla um Evrópska myntkerfið og peningamál í annarri grein af þremur um evruna og krónuna. Markmið greinaflokksins er að spyrja um hvort og hver ábati Íslendinga yrði af myntsamstarfi við Evrópusambandið,“ segir í efnisyfirliti nýjasta heftis vikuritsins Vísbendingar. 7.11.2007 00:01 Útrásin eykur álagið Starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) erlendis hefur stóraukist á innan við tveimur árum samfara útrás íslenskra fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækin starfa nú í tuttugu og einu landi en fyrir aðeins tveimur árum voru löndin tólf. Starfsemin fer ýmist fram í útibúum, dótturfélögum eða á umboðsskrifstofum. FME fylgist með þessari starfsemi. 7.11.2007 00:01 Punga út milljón fyrir fjármálafötin „Það væri bókstaflega asnalegt ef margir væru í eins fötum í mötuneytinu," segir einn viðmælenda Markaðarins um fataval fólks í fjármálageiranum. Heimildarmaðurinn, líkt og fjölmargir sem Markaðurinn ræddi við, forðaðist að koma fram undir nafni um fataval og fatakaup sín. Nokkrir sögðust eyða hálfri til einni milljón króna í föt og fylgihluti á ári. 7.11.2007 00:01 Sparisjóðirnir ná aftur fyrsta sætinu Ánægja viðskiptavina íslenska bankakerfisins hefur aukist frá því í fyrra. Þetta sýna niðurstöður íslensku ánægjuvogarinnar á bankamarkaði sem birtar voru á mánudag. Þetta er í fyrsta sinn frá því mælingar á ánægjuvoginni hófust árið 1999 sem ánægjan eykst milli ára. Hún mælist nú 72,6 stig og er hærri en síðustu tvö ár. 7.11.2007 00:01 Íslensk list aldrei meira metin Velta á íslenskum uppboðum er þegar orðin töluvert meiri en allt árið í fyrra og nemur hún 146 milljónum. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að raun um að tvö uppboð eru eftir hjá íslenskum galleríum fyrir jól. Því mun enn bætast við veltu ársins. 7.11.2007 00:01 Úrvalsvísitalan heldur áfram að falla Hlutabréf í kauphöllinni héldu áfram að falla í verði í dag annan daginn í röð. Alls hefur úrvalsvísitalan fallið um 4,61 prósentustig frá því opnað var fyrir viðskipti í gær. 6.11.2007 16:42 Ásdís Halla til liðs við Nova Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi forstjóri BYKO, hefur tekið sæti í stjórn fjarskiptafyrirtækisins Nova sem er í eigu Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar. 6.11.2007 16:19 Iceland Express fjölgar sumaráfangastöðum Iceland Express hyggst fjölga sumaráfangastöðum sínum um tvo og fljúga til 15 áfangastaða í Evrópu næsta sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 6.11.2007 16:04 Google býður netið fyrir farsíma Netleitarrisinn Google hefur afhjúpað nýtt forrit sem hann vonar að muni knýja fjölda farsíma í framtíðinni og auka notkun netsins í farsímum til mikilla muna. Forritið gæti leitt til að ódýrari farsímar verði framleiddir þar sem það er hannað til að hraða ferli netsins í gsm símum. 6.11.2007 14:55 Íslendingar hafa ekki efni á að tapa verðbólgubaráttunni Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að Íslendingar hafi ekki efni á því að tapa baráttunni við verðbólguna. Þetta kom fram á fundi Viðskiptaráðs í morgun um stýrivexti. 6.11.2007 12:49 Glitnir fjármagnar virkjun í Nevada NGP Blue Mountain, dótturfélag Nevada Geothermal Power Inc, hefur samið við Glitni um fjármögnun upp á 20 milljónir dollara eða 1,2 milljarða kr. vegna 35 MW jarðorkuvirkjunnar sem Blue Mountain ætlar að byggja í Nevada. 6.11.2007 12:31 Alcoa og Eimskip semja um flutninga Alcoa Fjarðaál og Eimskip hafa undirritað umfangsmikinn samning um að Eimskip sjái um flutning á rúmlega 220.000 tonnum, þar af innflutning á 180.000 tonnum og útflutning á 40.000 tonnum á ári, fyrir Alcoa Fjarðaál. 6.11.2007 12:20 Spá 10% gengislækkun á næsta ári Greining Glitnis gerir ráð fyrir að gengi krónunni lækki um 10% á miðju næsta ári. Gengið mun hinsvegar haldast sterkt á næstu mánuðum vegna stýrivaxtahækkunnar Seðlabankans. 6.11.2007 12:02 Ofurfyrirsæta hafnar dollaranum Dollarinn á ekki góða daga í augnablikinu og nú hefur ofurfyrirsætan Gisele Bündchen bæst í hóp þeirra sem hafna dollaranum. Gisele er hætt að taka við greiðslum í dollurum fyrir vinnu sína. 6.11.2007 11:27 Neikvæður markaður í morgun Úrvalsvísitalan hefur lækkað lítilega eða um 0,22% við opnun kauphallarviðskiptana í morgun. Mesta lækkun er á FL Group eða rúmt prósent. 6.11.2007 10:28 Morgan Stanley afskrifar 180 milljarða kr. Reiknað er með að hið þekkta fjármálafyrirtæki Morgan Stanley verði að afskrifa um 3 milljarða dollara eða um 180 milljarða kr. Í uppgjöri sínu fyrir 3ja ársfjórðung. 6.11.2007 08:25 Kaupþing gerir ráð fyrir 50 punkta stýrivaxtahækkun fyrir jólin Kjarasamningar og ný stóriðja verða til þess að Seðlabanki Íslands hækkar stýrivexti um 50 punkta á aukavaxtaákvörðunardegi 20. desember næstkomandi, að því er fram kemur í nýrri stýrivaxtaspá greiningardeildar Kaupþings. 6.11.2007 04:00 Decode tapar 1,4 milljarði króna Decode tapaði 1,4 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs samkvæmt uppgjöri fyrirtækisins. Tap fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins nemur um 3,7 milljörðum króna. 5.11.2007 22:32 Móðurfélag BM Vallá kaupir Smellinn hf. Eignarhaldsfélag Víglundar Þorsteinssonar, sem einnig er móðurfélag BM Vallá, hefur gengið frá kaupum á fyrirtækinu Smellinn hf. á Akranesi. Kaupverð er ekki gefið upp. 5.11.2007 18:48 Glitnir hækkar vexti Glitnir banki hefur ákveðið að hækka óverðtryggða innláns- og útlánsvexti. Ákvörðun bankans kemur í kjölfar hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum um 0,45 prósent. 5.11.2007 17:36 Rauður dagur í kauphöllinni Úrvalsvísitalan féll um 2,56 prósent í dag. Mest lækkuðu hlutabréf í Kaupþingi eða um 3,64 prósent. 5.11.2007 17:22 Bretar senda 4 þúsund sms á sekúndu Bretar senda nú meira en milljarð sms skilaboða í hverri viku samkvæmt nýjustu tölum bresku fjarskiptastofnunarinnar. Fjöldinn er sá sami og öll sms fyrir árið 1999 og samsvarar því að fjögur þúsund sms séu send á hverri sekúndu. 5.11.2007 15:33 Veltan í Kauphöllinni orðin meiri en allt árið í fyrra Heldarveltan fyrstu tíu mánuði ársins í Kauphöllinni er orðin 4.575 milljarðar króna og því nokkru meiri en allt árið í fyrra þegar hún var 4484 milljarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni. 5.11.2007 15:26 Forrit gegn auglýsingum sniðnum að nethegðun Bandarískir málsvarar einkalífs og neytendasamtök vestanhafs leita nú eftir hönnun forrits eða stofnun listar sem leyfir internetnotendum að ráða hvort auglýsendur nái til þeirra. Forritið myndi hamla fyrirtækjum að sníða auglýsingar að nethegðun einstaklinga. 5.11.2007 11:50 Úrvalsvísitalan hrapaði í morgun Úrvalsvísitalan hrapaði eftir opnun markaða í morgun eða um 3,20% og stendur nú í tæpum 7.654 stigum. 5.11.2007 11:01 Föroya banki með gott uppgjör Uppgjör Föroya banki á 3ja ársfjórðungi er betra en búist hafði verið við. Hreinn hagnaður nam 22 milljónum dkr. eða sem svarar um 240 milljónum kr. Á fyrstu níu mánuðum ársins er hagnaðurinn 106 milljónir dkr. eða vel yfir milljarð kr. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn tæplega 80 milljónum dkr. 5.11.2007 10:54 Eimskip opnar skrifstofu í Víetnam Eimskip hefur opnað fyrstu skrifstofu sína í Víetnam sem er jafnframt sjötta skrifstofan sem Eimskip opnar í Asíu á síðustu misserum. Skrifstofan er staðsett í Ho Chi Minh, (áður Saigon), stærstu borg Víetnam, með yfir níu milljónir íbúa. 5.11.2007 10:33 Markaðsfyrirtæki ársins valið Markaðsfyrirtæki ársins verður valið á fimmtudag við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica hótel inu kl. 12.00. Það er ÍMARK sem veitir verðlaunin. Fyrirtækin þrjú sem keppa um heiðurinn að þessu sinni eru Glitnir, Iceland Express og Landsbankinn. 5.11.2007 10:15 Aðalforstjóri Citigroup lætur af störfum Charles Prince stjórnarformaður og aðalforstjóri Citigroup, stærsta banka í heimi hefur látið af störfum. Þetta var tilkynnt um helgina en við störfum hans tekur Robert Rubin fyrrum fjármálaráðherra Bandaríkjanna. 5.11.2007 07:34 Ókyrrð um olíumálaráðherrann í Kuwait Olíumálaráðherrann í Kuwait, Bader al-Humaidhi, hefur boðist til þess að segja af sér embætti eftir að nokkrir meðlimir þingsins mótmæltu skipun hans í embætti fyrir viku síðan. 4.11.2007 16:12 Air Arabia ætlar að stækka flugflota sinn um allt að 50 vélar Air Arabia, stærsta lágfargjaldaflugfélag Mið-Austurlanda, ætlar að stækka flota sinn um allt að 50 vélar í nóvember eftir mánaðalangar samningaviðræður við Airbus og Boeing. 4.11.2007 13:57 Orkuveitan styður fjárfestingar REI á Fillipseyjum Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að styðja áfram við þátttöku Reykjavik Energy Invest í einkavæðingu filippseyska orkufyrirtækisins PNOC-EDC, sem nú stendur yfir. 3.11.2007 15:42 Komið í veg fyrir verkfall hjá Ford Sameinað stéttarfélag starfsmanna í bílaiðnaði í Bandaríkjunum skrifuðu undir fjögurra ára samning við Ford Motor verksmiðjurnar í morgun. Þannig tókst að koma í veg fyrir alvarlegt verkfall sem hefur haft áhrif á aðra bílaframleiðendur í Bandaríkjunum. 3.11.2007 13:24 Fons með fjórðung í 365 „Ég er gapandi yfir félaginu. Það er á góðu verði og þetta voru frábær kaup,“ segir Pálmi Haraldsson, stjórnarmaður í 365 en eignarhaldsfélagið Fons, sem er í meirihlutaeigu hans, jók við hlut sinn í félaginu fyrir rúmar 600 milljónir króna og fer nú með 23,5 prósent í því. 3.11.2007 06:00 Tap í takt við spár Bókfært tap FL Group á þriðja ársfjórðungi nemur 27,1 milljarði króna, á pari við meðalspá greiningardeilda bankanna. 3.11.2007 06:00 Vinnslustöðin hagnast um milljarð kr. Hagnaður Vinnslustöðvarinnar á fyrstu níu mánuðum ársins nam 1.080 milljónir króna. Er það mikil breyting frá í fyrra þegar hagnaður fyrstu níu mánuði ársins nam 63 milljónum króna. 2.11.2007 16:23 Leigir Fokker 50 vél til Skyways Flugfélag Íslands og sænska flugfélagið Skyways skrifuðu í dag undir samning um leigu á einni Fokker 50 flugvél Flugfélags Íslands til Skyways. 2.11.2007 16:15 Milestone kaupir 5% í Teymi Milestone, fjárfestingarfélag í eigu Karls og Steingríms Wernerssonar, hefur keypt 5,02% hlut í Teymi á genginu 6,75. Samkvæmt tilkynningu frá kauphöllinni eykst hlutur Milestone úr tæpum 12% og í tæp 17% við kaupin. 2.11.2007 15:46 Pálmi kaupir 7,5% í 365 Fons ehf. í eigu Pálma Haraldssonar, hefur fest kaup á 7,5% af hlutafé 365. Um er að ræða rúmlega 257 milljón hluti og kaupverðið var 2,35 kr. á hlut eða samtals í kringum 600 milljónir kr. 2.11.2007 15:33 Samherji með yfirtökutilboði í Rem Offshore Kaldbakur ehf., í eigu Samherja, og Barentz AS hafa sent norsku kauphöllinni tilkynningu um að þeir hafi sett fram bindandi tilboð um kaup á öllum hlutum í Rem Offshore ASA. Fyrr í dag tilkynnti Samherji um kaup á 6,24% hlut í Rem og saman eiga þessir aðilar nú 51.51% af hlutafé Rem. 2.11.2007 15:01 FL Group selur 5% hlut í Teymi FL Group hefur selt 5% hlut sinn í Teymi. Um var að ræða tæplega 180 milljón hluti og miðað við gengi Teymis í kauphöllinni er kaupverðið rúmlega einn miljarður kr. 2.11.2007 14:07 Hefur mikla trú á undirliggjandi eignum í Commerzbank og AMR Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir félagið hafa mikla trú á undirliggjandi eignum félagsins í stóru erlendu fyrirtækjunum Commerzbank og AMR. Hannes var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þar sem hann ræddi meðal annars nýjar afkomutölur F L Group. 2.11.2007 13:58 Elín ráðin framkvæmdastjóri hjá Símanum Elín Þórunn Eiríksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Símans. Elín Þórunn tók við starfinu af Sævari Frey Þráinssyni 1. nóvember síðastliðinn. 2.11.2007 13:44 Mærsk með fjölda fyrirtækja í skattaparadísum Stærsta fyrirtæki Danmerkur, A.P.Möller-Mærsk rekur í leyni fjöldann allan af fyrirtækjum í skattaparadísum á borð við Bermunda, Panama og Bahamas. Þetta kemur fram í bókinni Esplanaden sem kemur út í Danmörku eftir helgina. Bókin er skrifuð af blaðamanninum Sören Ellemose. 2.11.2007 13:32 Sjá næstu 50 fréttir
Augljós pilla? Seðlabanki Íslands gerði mistök í svari til Þorvaldar Gylfasonar prófessors um vaxtamun bankanna. Þorvaldur fékk gögn um vexti verðtryggðra innlána í stað óverðtryggðra. Fyrir helgi birti bankinn tilkynningu um mistökin, en þar segir að bankinn hafi leiðrétt „þessa augljósu skekkju“ við Þorvald og beðið hann afsökunar. 7.11.2007 00:01
Framhald í næstu viku „Guðmundur Magnússon og Stefán Már Stefánsson fjalla um Evrópska myntkerfið og peningamál í annarri grein af þremur um evruna og krónuna. Markmið greinaflokksins er að spyrja um hvort og hver ábati Íslendinga yrði af myntsamstarfi við Evrópusambandið,“ segir í efnisyfirliti nýjasta heftis vikuritsins Vísbendingar. 7.11.2007 00:01
Útrásin eykur álagið Starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) erlendis hefur stóraukist á innan við tveimur árum samfara útrás íslenskra fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækin starfa nú í tuttugu og einu landi en fyrir aðeins tveimur árum voru löndin tólf. Starfsemin fer ýmist fram í útibúum, dótturfélögum eða á umboðsskrifstofum. FME fylgist með þessari starfsemi. 7.11.2007 00:01
Punga út milljón fyrir fjármálafötin „Það væri bókstaflega asnalegt ef margir væru í eins fötum í mötuneytinu," segir einn viðmælenda Markaðarins um fataval fólks í fjármálageiranum. Heimildarmaðurinn, líkt og fjölmargir sem Markaðurinn ræddi við, forðaðist að koma fram undir nafni um fataval og fatakaup sín. Nokkrir sögðust eyða hálfri til einni milljón króna í föt og fylgihluti á ári. 7.11.2007 00:01
Sparisjóðirnir ná aftur fyrsta sætinu Ánægja viðskiptavina íslenska bankakerfisins hefur aukist frá því í fyrra. Þetta sýna niðurstöður íslensku ánægjuvogarinnar á bankamarkaði sem birtar voru á mánudag. Þetta er í fyrsta sinn frá því mælingar á ánægjuvoginni hófust árið 1999 sem ánægjan eykst milli ára. Hún mælist nú 72,6 stig og er hærri en síðustu tvö ár. 7.11.2007 00:01
Íslensk list aldrei meira metin Velta á íslenskum uppboðum er þegar orðin töluvert meiri en allt árið í fyrra og nemur hún 146 milljónum. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að raun um að tvö uppboð eru eftir hjá íslenskum galleríum fyrir jól. Því mun enn bætast við veltu ársins. 7.11.2007 00:01
Úrvalsvísitalan heldur áfram að falla Hlutabréf í kauphöllinni héldu áfram að falla í verði í dag annan daginn í röð. Alls hefur úrvalsvísitalan fallið um 4,61 prósentustig frá því opnað var fyrir viðskipti í gær. 6.11.2007 16:42
Ásdís Halla til liðs við Nova Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi forstjóri BYKO, hefur tekið sæti í stjórn fjarskiptafyrirtækisins Nova sem er í eigu Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar. 6.11.2007 16:19
Iceland Express fjölgar sumaráfangastöðum Iceland Express hyggst fjölga sumaráfangastöðum sínum um tvo og fljúga til 15 áfangastaða í Evrópu næsta sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 6.11.2007 16:04
Google býður netið fyrir farsíma Netleitarrisinn Google hefur afhjúpað nýtt forrit sem hann vonar að muni knýja fjölda farsíma í framtíðinni og auka notkun netsins í farsímum til mikilla muna. Forritið gæti leitt til að ódýrari farsímar verði framleiddir þar sem það er hannað til að hraða ferli netsins í gsm símum. 6.11.2007 14:55
Íslendingar hafa ekki efni á að tapa verðbólgubaráttunni Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að Íslendingar hafi ekki efni á því að tapa baráttunni við verðbólguna. Þetta kom fram á fundi Viðskiptaráðs í morgun um stýrivexti. 6.11.2007 12:49
Glitnir fjármagnar virkjun í Nevada NGP Blue Mountain, dótturfélag Nevada Geothermal Power Inc, hefur samið við Glitni um fjármögnun upp á 20 milljónir dollara eða 1,2 milljarða kr. vegna 35 MW jarðorkuvirkjunnar sem Blue Mountain ætlar að byggja í Nevada. 6.11.2007 12:31
Alcoa og Eimskip semja um flutninga Alcoa Fjarðaál og Eimskip hafa undirritað umfangsmikinn samning um að Eimskip sjái um flutning á rúmlega 220.000 tonnum, þar af innflutning á 180.000 tonnum og útflutning á 40.000 tonnum á ári, fyrir Alcoa Fjarðaál. 6.11.2007 12:20
Spá 10% gengislækkun á næsta ári Greining Glitnis gerir ráð fyrir að gengi krónunni lækki um 10% á miðju næsta ári. Gengið mun hinsvegar haldast sterkt á næstu mánuðum vegna stýrivaxtahækkunnar Seðlabankans. 6.11.2007 12:02
Ofurfyrirsæta hafnar dollaranum Dollarinn á ekki góða daga í augnablikinu og nú hefur ofurfyrirsætan Gisele Bündchen bæst í hóp þeirra sem hafna dollaranum. Gisele er hætt að taka við greiðslum í dollurum fyrir vinnu sína. 6.11.2007 11:27
Neikvæður markaður í morgun Úrvalsvísitalan hefur lækkað lítilega eða um 0,22% við opnun kauphallarviðskiptana í morgun. Mesta lækkun er á FL Group eða rúmt prósent. 6.11.2007 10:28
Morgan Stanley afskrifar 180 milljarða kr. Reiknað er með að hið þekkta fjármálafyrirtæki Morgan Stanley verði að afskrifa um 3 milljarða dollara eða um 180 milljarða kr. Í uppgjöri sínu fyrir 3ja ársfjórðung. 6.11.2007 08:25
Kaupþing gerir ráð fyrir 50 punkta stýrivaxtahækkun fyrir jólin Kjarasamningar og ný stóriðja verða til þess að Seðlabanki Íslands hækkar stýrivexti um 50 punkta á aukavaxtaákvörðunardegi 20. desember næstkomandi, að því er fram kemur í nýrri stýrivaxtaspá greiningardeildar Kaupþings. 6.11.2007 04:00
Decode tapar 1,4 milljarði króna Decode tapaði 1,4 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs samkvæmt uppgjöri fyrirtækisins. Tap fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins nemur um 3,7 milljörðum króna. 5.11.2007 22:32
Móðurfélag BM Vallá kaupir Smellinn hf. Eignarhaldsfélag Víglundar Þorsteinssonar, sem einnig er móðurfélag BM Vallá, hefur gengið frá kaupum á fyrirtækinu Smellinn hf. á Akranesi. Kaupverð er ekki gefið upp. 5.11.2007 18:48
Glitnir hækkar vexti Glitnir banki hefur ákveðið að hækka óverðtryggða innláns- og útlánsvexti. Ákvörðun bankans kemur í kjölfar hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum um 0,45 prósent. 5.11.2007 17:36
Rauður dagur í kauphöllinni Úrvalsvísitalan féll um 2,56 prósent í dag. Mest lækkuðu hlutabréf í Kaupþingi eða um 3,64 prósent. 5.11.2007 17:22
Bretar senda 4 þúsund sms á sekúndu Bretar senda nú meira en milljarð sms skilaboða í hverri viku samkvæmt nýjustu tölum bresku fjarskiptastofnunarinnar. Fjöldinn er sá sami og öll sms fyrir árið 1999 og samsvarar því að fjögur þúsund sms séu send á hverri sekúndu. 5.11.2007 15:33
Veltan í Kauphöllinni orðin meiri en allt árið í fyrra Heldarveltan fyrstu tíu mánuði ársins í Kauphöllinni er orðin 4.575 milljarðar króna og því nokkru meiri en allt árið í fyrra þegar hún var 4484 milljarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni. 5.11.2007 15:26
Forrit gegn auglýsingum sniðnum að nethegðun Bandarískir málsvarar einkalífs og neytendasamtök vestanhafs leita nú eftir hönnun forrits eða stofnun listar sem leyfir internetnotendum að ráða hvort auglýsendur nái til þeirra. Forritið myndi hamla fyrirtækjum að sníða auglýsingar að nethegðun einstaklinga. 5.11.2007 11:50
Úrvalsvísitalan hrapaði í morgun Úrvalsvísitalan hrapaði eftir opnun markaða í morgun eða um 3,20% og stendur nú í tæpum 7.654 stigum. 5.11.2007 11:01
Föroya banki með gott uppgjör Uppgjör Föroya banki á 3ja ársfjórðungi er betra en búist hafði verið við. Hreinn hagnaður nam 22 milljónum dkr. eða sem svarar um 240 milljónum kr. Á fyrstu níu mánuðum ársins er hagnaðurinn 106 milljónir dkr. eða vel yfir milljarð kr. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn tæplega 80 milljónum dkr. 5.11.2007 10:54
Eimskip opnar skrifstofu í Víetnam Eimskip hefur opnað fyrstu skrifstofu sína í Víetnam sem er jafnframt sjötta skrifstofan sem Eimskip opnar í Asíu á síðustu misserum. Skrifstofan er staðsett í Ho Chi Minh, (áður Saigon), stærstu borg Víetnam, með yfir níu milljónir íbúa. 5.11.2007 10:33
Markaðsfyrirtæki ársins valið Markaðsfyrirtæki ársins verður valið á fimmtudag við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica hótel inu kl. 12.00. Það er ÍMARK sem veitir verðlaunin. Fyrirtækin þrjú sem keppa um heiðurinn að þessu sinni eru Glitnir, Iceland Express og Landsbankinn. 5.11.2007 10:15
Aðalforstjóri Citigroup lætur af störfum Charles Prince stjórnarformaður og aðalforstjóri Citigroup, stærsta banka í heimi hefur látið af störfum. Þetta var tilkynnt um helgina en við störfum hans tekur Robert Rubin fyrrum fjármálaráðherra Bandaríkjanna. 5.11.2007 07:34
Ókyrrð um olíumálaráðherrann í Kuwait Olíumálaráðherrann í Kuwait, Bader al-Humaidhi, hefur boðist til þess að segja af sér embætti eftir að nokkrir meðlimir þingsins mótmæltu skipun hans í embætti fyrir viku síðan. 4.11.2007 16:12
Air Arabia ætlar að stækka flugflota sinn um allt að 50 vélar Air Arabia, stærsta lágfargjaldaflugfélag Mið-Austurlanda, ætlar að stækka flota sinn um allt að 50 vélar í nóvember eftir mánaðalangar samningaviðræður við Airbus og Boeing. 4.11.2007 13:57
Orkuveitan styður fjárfestingar REI á Fillipseyjum Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að styðja áfram við þátttöku Reykjavik Energy Invest í einkavæðingu filippseyska orkufyrirtækisins PNOC-EDC, sem nú stendur yfir. 3.11.2007 15:42
Komið í veg fyrir verkfall hjá Ford Sameinað stéttarfélag starfsmanna í bílaiðnaði í Bandaríkjunum skrifuðu undir fjögurra ára samning við Ford Motor verksmiðjurnar í morgun. Þannig tókst að koma í veg fyrir alvarlegt verkfall sem hefur haft áhrif á aðra bílaframleiðendur í Bandaríkjunum. 3.11.2007 13:24
Fons með fjórðung í 365 „Ég er gapandi yfir félaginu. Það er á góðu verði og þetta voru frábær kaup,“ segir Pálmi Haraldsson, stjórnarmaður í 365 en eignarhaldsfélagið Fons, sem er í meirihlutaeigu hans, jók við hlut sinn í félaginu fyrir rúmar 600 milljónir króna og fer nú með 23,5 prósent í því. 3.11.2007 06:00
Tap í takt við spár Bókfært tap FL Group á þriðja ársfjórðungi nemur 27,1 milljarði króna, á pari við meðalspá greiningardeilda bankanna. 3.11.2007 06:00
Vinnslustöðin hagnast um milljarð kr. Hagnaður Vinnslustöðvarinnar á fyrstu níu mánuðum ársins nam 1.080 milljónir króna. Er það mikil breyting frá í fyrra þegar hagnaður fyrstu níu mánuði ársins nam 63 milljónum króna. 2.11.2007 16:23
Leigir Fokker 50 vél til Skyways Flugfélag Íslands og sænska flugfélagið Skyways skrifuðu í dag undir samning um leigu á einni Fokker 50 flugvél Flugfélags Íslands til Skyways. 2.11.2007 16:15
Milestone kaupir 5% í Teymi Milestone, fjárfestingarfélag í eigu Karls og Steingríms Wernerssonar, hefur keypt 5,02% hlut í Teymi á genginu 6,75. Samkvæmt tilkynningu frá kauphöllinni eykst hlutur Milestone úr tæpum 12% og í tæp 17% við kaupin. 2.11.2007 15:46
Pálmi kaupir 7,5% í 365 Fons ehf. í eigu Pálma Haraldssonar, hefur fest kaup á 7,5% af hlutafé 365. Um er að ræða rúmlega 257 milljón hluti og kaupverðið var 2,35 kr. á hlut eða samtals í kringum 600 milljónir kr. 2.11.2007 15:33
Samherji með yfirtökutilboði í Rem Offshore Kaldbakur ehf., í eigu Samherja, og Barentz AS hafa sent norsku kauphöllinni tilkynningu um að þeir hafi sett fram bindandi tilboð um kaup á öllum hlutum í Rem Offshore ASA. Fyrr í dag tilkynnti Samherji um kaup á 6,24% hlut í Rem og saman eiga þessir aðilar nú 51.51% af hlutafé Rem. 2.11.2007 15:01
FL Group selur 5% hlut í Teymi FL Group hefur selt 5% hlut sinn í Teymi. Um var að ræða tæplega 180 milljón hluti og miðað við gengi Teymis í kauphöllinni er kaupverðið rúmlega einn miljarður kr. 2.11.2007 14:07
Hefur mikla trú á undirliggjandi eignum í Commerzbank og AMR Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir félagið hafa mikla trú á undirliggjandi eignum félagsins í stóru erlendu fyrirtækjunum Commerzbank og AMR. Hannes var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þar sem hann ræddi meðal annars nýjar afkomutölur F L Group. 2.11.2007 13:58
Elín ráðin framkvæmdastjóri hjá Símanum Elín Þórunn Eiríksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Símans. Elín Þórunn tók við starfinu af Sævari Frey Þráinssyni 1. nóvember síðastliðinn. 2.11.2007 13:44
Mærsk með fjölda fyrirtækja í skattaparadísum Stærsta fyrirtæki Danmerkur, A.P.Möller-Mærsk rekur í leyni fjöldann allan af fyrirtækjum í skattaparadísum á borð við Bermunda, Panama og Bahamas. Þetta kemur fram í bókinni Esplanaden sem kemur út í Danmörku eftir helgina. Bókin er skrifuð af blaðamanninum Sören Ellemose. 2.11.2007 13:32