Viðskipti innlent

Pálmi kaupir 7,5% í 365

Fons ehf. í eigu Pálma Haraldssonar, hefur fest kaup á 7,5% af hlutafé 365. Um er að ræða rúmlega 257 milljón hluti og kaupverðið var 2,35 kr. á hlut eða samtals í kringum 600 milljónir kr.

"Menn þurfa ekki annað en að skoða uppgjörið hjá 365 frá í gær," segir Pálmi Haraldsson í samtali við Vísi um ástæður kaupa hans. "Þetta er besta ársfjórðungsuppgjör félagsins frá því það var stofnað."

Eftir viðskiptin á Pálmi rúmlega 23% í 365.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×