Viðskipti innlent

Fons með fjórðung í 365

Ari Edwald og Viðar Þorkelsson. 365 skilaði sínu besta uppgjöri frá upphafi á fimmtudag
Ari Edwald og Viðar Þorkelsson. 365 skilaði sínu besta uppgjöri frá upphafi á fimmtudag
„Ég er gapandi yfir félaginu. Það er á góðu verði og þetta voru frábær kaup,“ segir Pálmi Haraldsson, stjórnarmaður í 365 en eignarhaldsfélagið Fons, sem er í meirihlutaeigu hans, jók við hlut sinn í félaginu fyrir rúmar 600 milljónir króna og fer nú með 23,5 prósent í því.

365 skilaði sínu besta uppgjöri frá upphafi á fimmtudag en það sneri frá 323 milljóna króna tapi á þriðja ársfjórðungi í fyrra í 40 milljóna króna hagnað nú.

„Skoðaðu bara uppgjörið,“ segir Pálmi og bætir við að bréfin hafi verið ódýr miðað við innistæðuna sem hann telur fyrirtækið eiga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×