Viðskipti innlent

Glitnir fjármagnar virkjun í Nevada

NGP Blue Mountain, dótturfélag Nevada Geothermal Power Inc, hefur samið við Glitni um fjármögnun upp á 20 milljónir dollara eða 1,2 milljarða kr. vegna 35 MW jarðorkuvirkjunnar sem Blue Mountain ætlar að byggja í Nevada.

Árni Magnússon forstjóri orkuskrifstofu Glitnis segir að þar á bæ sé ánægja með samninginn enda falli hann að þeirri stefnu bankans að fjármagna verkefni sem þessi.

Brian Fairbanks forstjóri Blue Mountain segir að lánið muni gera þeim kleyft að borga fyrstu greiðslur af nauðsynlegum tækjabúnaði fyrir virkjunina en um er að ræða fyrsta áfanga verksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×