Viðskipti erlent

Ókyrrð um olíumálaráðherrann í Kuwait

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sheikh Nasser al-Mohammad al-Sabah, forsætisráðherra í Kuwait ræddi málin við olímálaráðherrann.
Sheikh Nasser al-Mohammad al-Sabah, forsætisráðherra í Kuwait ræddi málin við olímálaráðherrann.

Olíumálaráðherrann í Kuwait, Bader al-Humaidhi, hefur boðist til þess að segja af sér embætti eftir að nokkrir meðlimir þingsins mótmæltu skipun hans í embætti fyrir viku síðan.

Ráðherrann hitti Sheikh Nasser al-Mohammad al-Sabah síðastliðinn föstudag til að ræða mögulega afsögn sína. Líklegt þykir að Sheikh Nasser muni samþykkja afsögnina í dag, samkvæmt heimildum fjölmiðla í Kuwait.

Stefna Kuwait í orkumálum breytist yfirleitt ekki þótt nýir ráðherrar taki við völdum því olíustefnan er yfirleitt mótuð af stjórnvaldsskipaðri nefnd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×