Viðskipti innlent

Sparisjóðirnir ná aftur fyrsta sætinu

Ánægja viðskiptavina íslenska bankakerfisins hefur aukist frá því í fyrra. Þetta sýna niðurstöður íslensku ánægjuvogarinnar á bankamarkaði sem birtar voru á mánudag. Þetta er í fyrsta sinn frá því mælingar á ánægjuvoginni hófust árið 1999 sem ánægjan eykst milli ára. Hún mælist nú 72,6 stig og er hærri en síðustu tvö ár.

Sparisjóðurinn, sem er samheiti yfir alla sparisjóði landsins nema SPRON og Byr, endur­heimti fyrsta sætið. Því hafði hann haldið milli árana 1999 og 2005, þar til SPRON fór fram úr honum í fyrra. Ánægja viðskiptavina BYRS sparisjóðs var í fyrsta sinn mæld sjálfstætt. Óánægðastir eru sem fyrr viðskiptavinir Kaupþings, þrátt fyrir að bankinn hafi bætt við sig þremur stigum frá síðustu mælingu.

Mælingar ánægjuvogarinnar byggja á síma­viðtölum við 250 viðskiptavini hvers banka og sparisjóðs sem valdir eru af handahófi. Þær endurspegla því ánægju almennings en ekki fyrirtækja eða stofnana.- hhs





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×