Viðskipti innlent

Rauður dagur í kauphöllinni

MYND/365

Úrvalsvísitalan féll um 2,56 prósent í dag. Mest lækkuðu hlutabréf í Kaupþingi eða um 3,64 prósent.

Næst mest féllu bréf í Exista um 3,44 prósent. Hlutabréf í 365 hf. hækkuðu mest eða um 6,84 prósent. Þá hækkuðu hlutabréf í P/F Atlantic Petroleum um 2,28 prósent.

Mestu viðskipti dagsins voru með bréf í Kaupþingi eða fyrir alls 3,7 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×