Fleiri fréttir

Úrvalsvísitalan komin undir 8.000 stigin

Gengi skráðra fyrirtækja í Kauphöll Íslands hefur almennt lækkað eftir upphaf viðskipta í dag. Kaupþing og Landsbankinn reka lækkanalestina en gengi bréfa í bönkunum lækkaði um 1,84 prósent í fyrstu viðskiptum. Fast á hæla bankanna fylgja bankar og fjármálastofnanir að báðum færeysku bönkunum, Existu og SPRON undanskildum.

Seðlabankinn segir vinnumarkaði að halda sig á mottunni

Greiningardeild Kaupþings banka segir að Seðlabankinn hafi sent aðilum vinnumarkaðarins skýr skilaboð um að halda sig á mottunni í komandi kjarasamningum. Vitnar deildin í Peningamál bankans sem gefin voru út samhliða tilkyningunni um óvænta stýrivaxtahækkun bankans.

Rauður dagur á mörkuðum í Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu almennt í verði í morgun. Mikill óróleiki hefur verið á fjármálamörkuðum um allan heim.

FL Group tapaði 27 milljörðum

FL Group tapaði 27,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 5,3 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er á pari við væntingar greinenda, sem reiknaðist til að tapið myndi hlaupa á 26 til 29 milljörðum króna. Í uppgjörinu segir að miklar sveiflur á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum hafi haft áhrif á afkomuna.

Upptrekkt ljós fyrir Afríku

Tæknin sem nýtt er til að trekkja upp útvörp gæti bráðum orðið til þess að hægt verði að lýsa sum fátækustu heimili í Afríku. Freeplay stofnunin er að þróa frumgerð hleðslustöðvar fyrir heimilisljós sem hún vonast til að auki lífsgæði margra Afríkubúa. Ljósin myndu koma í stað annara valkosta sem nýttir eru á heimilum í álfunni í dag og eru bæði dýrari og valda mengun.

Krónan styrkist mikið á einum mánuði

Gengi krónunnar hefur hækkað töluvert gagnvart öðrum gjaldmiðlum undanfarinn mánuð. Gengi krónunnar gagnvart evru, Bandaríkjadal og sterlingspundi hefur til að mynda hækkað í kringum þrjár krónur.

Opinber útgjöld nálgast helming landsframleiðslu

Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að á næsta ári nemi útgjöld hins opinbera 47 prósentum af landsframleiðslu. Í ár nemi útgjöldin 44,5 prósent landsframleiðslunnar. Þannig aukist opinber útgjöld um 5,5 prósent á þessu ári og um 3,5 prósent á því næsta.

Atvinnuleysi fjögur prósent eftir tvö ár

Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi hér á landi verði um fjögur prósent ár árinum 2009-10. Stýrivextir bankans hafi sömuleiðis lækkað umtalsvert frá því sem nú er og einnig hafi töluvert dregið úr verðbólgu og hún verði komin nær 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði bankans.

Kaupþing hækkar vexti

Kaupþing banki hefur ákveðið að hækka vexti verðtryggðra inn- og útlána, þar á meðal vexti íbúðalána, um 0,45 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Hörð gagnrýni Samtaka iðnaðarins á Seðlabankann

Samtök iðnaðarins gagnrýna bankastjórn Seðlabanka Íslands harðlega fyrir verulega vaxtahækkun í dag. Að mati Samtakanna er hækkunin misráðin. Ákvörðun bankans mun til skamms tíma stuðla að óraunhæfri styrkingu á gengi krónunnar.

Úrvalsvísitalan við 8.000 stigin

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Kauphöllinni í dag, gengi SPRON mest, eða um 3,82 prósent. Þá lækkaði gengi allra fjármálastofnana sömuleiðis. Markaðsverðmæti einungis þriggja fyrirtækja hækkaði. Það eru Össur, Teymi og færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum en gengi félagsins hefur verið á hraðferð upp og stendur nú í hæstu hæðum.

Chrysler segir upp 10.000 manns

Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler ætlar að segja upp allt að 10.000 manns í hagræðingarskyni á næsta ári. Félagið segir árangurinn í verra lagi á þessu ári og spáir verri sölu á bílum undir merkjum fyrirtækisins en áður var reiknað með.

Eina gullnáma Grænlands í eigu erlendra

Grænlenska rannsóknarfélagið Nunaminerals hefur selt hlut sinn í einu gullnámu Grænlands og er hún nú alfarið í eigu erlendra aðila. Það var Crew Gold Corp. Í London sem keypti 17,5% hlut Nunaminerals og gaf fyrir það rúmlega 140 milljónir kr.

Einkaneysla undir væntingum vestanhafs

Einkaneysla jókst um 0,3 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í september. Þetta er 0,1 prósentustigi undir væntingum en skýrist af háu stýrivaxtastigi og auknum samdrætti á fasteignamarkaði vestanhafs.

Vaxtahækkun Seðlabankans kom öllum á óvart

Óhætt er að segja að hin mikla stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi komið öllum á óvart. Greiningardeildir bankanna höfðu búist við að vöxtunum yrði haldið óbreyttum. Markaðurinn hefur brugðist við með niðursveiflu í morgun en gengið hefur aftur á móti styrkst um hátt í 2%.

Rauður dagur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur lækkað í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Existu hefur lækkað mest, eða um 2,15 prósent. Ekkert félag hefur hins vegar hækkað á móti. Þá hefur gengi krónunnar sömuleiðis styrkst um tæp 1,8 prósent.

Eimskip selur fasteignir fyrir 18,8 milljarða

Eimskip hefur selt hluta fasteigna sinna í Kanada fyrir 305 milljónir kanadískra dala, jafnvirði 18,8 milljarða íslenskra króna. Andvirði sölunnar verður nýtt til að greiða niður skuldir. Kaupandi er fasteignafélagið Kingsett í Kanada sem unnið hefur með Eimskip, meðal annars að kaupum á fyrirtækjunum Atlas og Versacold.

Olíuverðið nálægt 100 dölum á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk í sögulegar hæðir á fjármálamörkuðum í dag og fór yfir 96 dali á tunnu. Verðið hefur aldrei verið hærra og stefnir hraðbyr að 100 dala markinu.

Stýrivextir hækka um 45 punkta

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,45 prósentur í 13,75%. Í Peningamálum sem bankinn birtir á heimasíðu sinni eftir kl. 11 í dag eru færð rök fyrir ákvörðun bankastjórnar.

Hlutabréf á Japansmarkaði hækka í verði

Hlutabréf á Japansmarkaði voru hærri við lokun markaða í morgun en þau hafa verið í tvær vikur. Ástæðan er helst rakin til vaxtalækkunnar seðlabankans, líflegs efnahagslífs í Bandaríkjunum og lækkunar á yeni, sem hafði góð áhrif á útflutningsfyrirtæki eins og Canon. Hlutabréf í Nippon olíufélaginu og öðrum olíufélögum hækkuðu líka.

Landsbankinn hagnaðist um 35 milljarða á fyrstu þremur ársfjórðungunum

Hagnaður af rekstri Landsbankans fyrstu níu mánuði ársins nam 35 milljörðum króna eftir skatta , sem er tæplega níu milljörðum króna meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Eins og hjá flesturm fjármálafyrirtækjum dró úr hagnaði á þriðja ársfjórðungi og sömuleiðis dró úr arðsemi eigin fjár. Þóknunartekjur bankans héldu hinsvegar áfram að aukat og hafa aldrei verið meiri en á þriðja ársfjórðungi í ár. -

Sjá næstu 50 fréttir