Viðskipti innlent

Markaðsfyrirtæki ársins valið

Markaðsfyrirtæki ársins verður valið á fimmtudag við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica hótel inu kl. 12.00. Það er ÍMARK sem veitir verðlaunin. Fyrirtækin þrjú sem keppa um heiðurinn að þessu sinni eru Glitnir, Iceland Express og Landsbankinn.

Forseti Íslands,herra Ólafur Ragnar Grímson afhendir verðlaunin og sem fyrr eru þau veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á líðandi ári og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst. Við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku við markaðsmálin.

Samhliða þessu verður markaðsmaður ársins valinn en hann er jafnframt fulltrúi Íslands við val á Markaðsmanni Norðurlanda. Ræðumaður dagsins verður Gunnar Már Sigurfinnsson,framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Icelandair .






Fleiri fréttir

Sjá meira


×