Viðskipti innlent

Móðurfélag BM Vallá kaupir Smellinn hf.

Eignarhaldsfélag Víglundar Þorsteinssonar, sem einnig er móðurfélag BM Vallá, hefur gengið frá kaupum á fyrirtækinu Smellinn hf. á Akranesi. Kaupverð er ekki gefið upp.

Smellinn hf. sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu forsteyptra húseininga. Höfuðstöðvar félagsins eru á Akranesi en einnig er útibú starfrækt í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 80 manns.

Haft er eftir Þorsteini Víglundssyni, forstjóra BM Vallá, í tilkynningu frá félaginu að hann telji mikil tækifæri felast í kaupunum. Þá er haft eftir Halldóri Geir Þorgeirssyni, framkvæmdastjóra Smellinn hf., að með nýjum eigendum sé áframhaldandi vöxtur fyrirtækisins tryggður.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×