Google býður netið fyrir farsíma Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 6. nóvember 2007 14:55 Þrír milljarðar farsíma eru í notkun í heiminum í dag. MYND/Google Netleitarrisinn Google hefur afhjúpað nýtt forrit sem hann vonar að muni knýja fjölda farsíma í framtíðinni og auka notkun netsins í farsímum til mikilla muna. Forritið gæti leitt til að ódýrari farsímar verði framleiddir þar sem það er hannað til að hraða ferli netsins í gsm símum. Fyrirtækið vinnur með fjórum framleiðendum farsíma, Samsung, HTC, Motorola og LG. Ekki hefur verið tilkynnt um sérstakan Google síma. Fyrstu símarnir sem nýta nýta forritið fara á markað á öðrum ársfjórðungi 2008. „Þetta mun færa internetið í farsíma á mjög svalan hátt," segir Andy Rubin einn forstjóra Google. Fyrirtæki hans, Android, var keypt af Google árið 2005 og á heiðurinn af frumhönnun forritsins. Google hefur stofnað the Open Handset Alliance sem samanstendur af 34 fyrirtækjum, þar á meðal örflöguframleiðslufyrirtæki og framleiðendum farsíma. Framtakið ögrar Microsoft og öðrum sem eru leiðandi í farsímalausnum. Google forritinu verður komið fyrir í símum notendum að kostnaðarlausu og gæti orðið til verðstríðs á milli farsímafyrirtækja, og hugsanlega verðlækkunar á farsímum. China Mobile, Telefonica á Spáni og Telecom á Ítalíu eru meðal fyrirtækja sem hafa skrifað undir að bjóða þjónustuna utan Bandaríkjanna. „Nýungin mun leysa úr læðingi nýja tækni fyrir milljarða farsímanotenda í heiminum," segir Eric Schmidt framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Google. Rene Oberman framkvæmdastjóri Deutsche Telekom segir Android forritið muni bjoða betri internetþjónustu fyrir farsímanotendur. „Þetta verður langvinn barátta um hver verður ofan á í stríðinu um internetið í farsímum." Tækni Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Netleitarrisinn Google hefur afhjúpað nýtt forrit sem hann vonar að muni knýja fjölda farsíma í framtíðinni og auka notkun netsins í farsímum til mikilla muna. Forritið gæti leitt til að ódýrari farsímar verði framleiddir þar sem það er hannað til að hraða ferli netsins í gsm símum. Fyrirtækið vinnur með fjórum framleiðendum farsíma, Samsung, HTC, Motorola og LG. Ekki hefur verið tilkynnt um sérstakan Google síma. Fyrstu símarnir sem nýta nýta forritið fara á markað á öðrum ársfjórðungi 2008. „Þetta mun færa internetið í farsíma á mjög svalan hátt," segir Andy Rubin einn forstjóra Google. Fyrirtæki hans, Android, var keypt af Google árið 2005 og á heiðurinn af frumhönnun forritsins. Google hefur stofnað the Open Handset Alliance sem samanstendur af 34 fyrirtækjum, þar á meðal örflöguframleiðslufyrirtæki og framleiðendum farsíma. Framtakið ögrar Microsoft og öðrum sem eru leiðandi í farsímalausnum. Google forritinu verður komið fyrir í símum notendum að kostnaðarlausu og gæti orðið til verðstríðs á milli farsímafyrirtækja, og hugsanlega verðlækkunar á farsímum. China Mobile, Telefonica á Spáni og Telecom á Ítalíu eru meðal fyrirtækja sem hafa skrifað undir að bjóða þjónustuna utan Bandaríkjanna. „Nýungin mun leysa úr læðingi nýja tækni fyrir milljarða farsímanotenda í heiminum," segir Eric Schmidt framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Google. Rene Oberman framkvæmdastjóri Deutsche Telekom segir Android forritið muni bjoða betri internetþjónustu fyrir farsímanotendur. „Þetta verður langvinn barátta um hver verður ofan á í stríðinu um internetið í farsímum."
Tækni Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent