Hefur mikla trú á undirliggjandi eignum í Commerzbank og AMR 2. nóvember 2007 13:58 Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir félagið hafa mikla trú á undirliggjandi eignum félagsins í stóru erlendu fyrirtækjunum Commerzbank og AMR. Hannes var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag þar sem hann ræddi meðal annars nýjar afkomutölur FL Group. Samkvæmt þeim tapaði félagið rúmum 27 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 5,3 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Í uppgjörinu segir að miklar sveiflur á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum hafi haft áhrif á afkomuna. Hannes segir stöðu uppgjörið sína punktstöðuna eins og hún sé í lok þriðja ársfjórðungs en félagið skrái markaðsvirði eigna sinna á þeim tíma ólíkt mörgum öðrum fyrirtækjum. FL Group á nokkuð stóran hlut bæði í þýska bankanum Commerzbank og bandaríska félaginu AMR, móðurfélagi American Airlines, en bréf beggja félaga hafa fallið nokkuð í óróa á hlutabréfamörkuðum á síðustu mánuðum. Hefur hljómgrunn hluthafa hjá AMR Hannes segist sjá tækifæri í AMR, meðal annars með því að brjóta upp starfsemina og selja burt vildarkerfi félagsins. Með því sé hægt að auka verðmæti félagsins töluvert. Hannes hefur sent stjórn AMR bréf þessa efnis og segir að hugmyndir hans hafi fengið mikinn hljómgrunn meðal annarra hluthafa. Aðspurður um gagnrýni hans á stjórnina segir Hannes að hún sé uppbyggileg. Þetta séu ekki fréttir sem stjórnin vilji heyra en þurfi að heyra. Um Commerzbank segir Hannes að hann sé undirverðlagður og út frá öðrum kennitölum í fjármálageiranum sé um ódýra eign að ræða. Menn bíði spenntir eftir afkomutölum bankans sem birtar verði í næstu viku. Bankinn hafi lækkað í takt við allar fjármálastofnanir á alþjóðavettvangi vegna ótta manna við svokölluð áhættulán á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum. FL Group telji sig hins vegar viss um að bankinn sé í góðum rekstri. Um framtíðaráform félagsins segir Hannes að félagið vinni nú aðallaega á evrópskum markaði en muni horfa í auknum mæli itl Bandaríkjanna. Þá séu enn fremur spennandi markaðir í Indlandi og Kína. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir félagið hafa mikla trú á undirliggjandi eignum félagsins í stóru erlendu fyrirtækjunum Commerzbank og AMR. Hannes var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag þar sem hann ræddi meðal annars nýjar afkomutölur FL Group. Samkvæmt þeim tapaði félagið rúmum 27 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 5,3 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Í uppgjörinu segir að miklar sveiflur á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum hafi haft áhrif á afkomuna. Hannes segir stöðu uppgjörið sína punktstöðuna eins og hún sé í lok þriðja ársfjórðungs en félagið skrái markaðsvirði eigna sinna á þeim tíma ólíkt mörgum öðrum fyrirtækjum. FL Group á nokkuð stóran hlut bæði í þýska bankanum Commerzbank og bandaríska félaginu AMR, móðurfélagi American Airlines, en bréf beggja félaga hafa fallið nokkuð í óróa á hlutabréfamörkuðum á síðustu mánuðum. Hefur hljómgrunn hluthafa hjá AMR Hannes segist sjá tækifæri í AMR, meðal annars með því að brjóta upp starfsemina og selja burt vildarkerfi félagsins. Með því sé hægt að auka verðmæti félagsins töluvert. Hannes hefur sent stjórn AMR bréf þessa efnis og segir að hugmyndir hans hafi fengið mikinn hljómgrunn meðal annarra hluthafa. Aðspurður um gagnrýni hans á stjórnina segir Hannes að hún sé uppbyggileg. Þetta séu ekki fréttir sem stjórnin vilji heyra en þurfi að heyra. Um Commerzbank segir Hannes að hann sé undirverðlagður og út frá öðrum kennitölum í fjármálageiranum sé um ódýra eign að ræða. Menn bíði spenntir eftir afkomutölum bankans sem birtar verði í næstu viku. Bankinn hafi lækkað í takt við allar fjármálastofnanir á alþjóðavettvangi vegna ótta manna við svokölluð áhættulán á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum. FL Group telji sig hins vegar viss um að bankinn sé í góðum rekstri. Um framtíðaráform félagsins segir Hannes að félagið vinni nú aðallaega á evrópskum markaði en muni horfa í auknum mæli itl Bandaríkjanna. Þá séu enn fremur spennandi markaðir í Indlandi og Kína.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira