Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan hrapaði í morgun

Úrvalsvísitalan hrapaði eftir opnun markaða í morgun eða um 3,20% og stendur nú í tæpum 7.654 stigum.

Mest fall varð á hlutum í FL Group eða 4,42% en næst þar á eftir komu Exista með 4,06% og SPRON með 3,90%. Kaupþing banki og Straumur-Burðarás féllu einnig um 3,64% og 3,50%.

Færeysku bankarnir Föroya banki og Eik Banki hækkuðu lítillega eða um 0,23% og 0,46%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×