Viðskipti innlent

Ásdís Halla til liðs við Nova

MYND/Vilhelm

Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi forstjóri BYKO, hefur tekið sæti í stjórn fjarskiptafyrirtækisins Nova sem er í eigu Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Nova hefur rekstrarleyfi fyrir þriðju kynslóðar farsíma- og netþjónustu og hyggst bjóða upp á slíka þjónsutu fyrir árslok eftir því sem segir í tilkynningu frá félaginu.

Ásdís Halla kemur inn í stjórnina í stað Birgis Más Ragnarssonar lögfræðings. Aðrir í stjórn Nova eru Sigþór Sigmarsson, fjármálastjóri Novators, og Tómas Ottó Hansson, framkvæmdastjóri Novators, en hann er stjórnarformaður Nova.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×