Kaupþing gerir ráð fyrir 50 punkta stýrivaxtahækkun fyrir jólin Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. nóvember 2007 04:00 VAxtaákvörðun kynnt Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 45 punkta í byrjun mánaðarins og eru þeir því 14,75 prósent um þessar mundir. Kaupþing spáir frekari hækkun í næsta mánuði. Fréttablaðið/GVA Kjarasamningar og ný stóriðja verða til þess að Seðlabanki Íslands hækkar stýrivexti um 50 punkta á aukavaxtaákvörðunardegi 20. desember næstkomandi, að því er fram kemur í nýrri stýrivaxtaspá greiningardeildar Kaupþings. „Þannig mun bankinn leggja síðbúna 95 refsipunkta á efnahagslífið í þessari stuttu vaxtahækkunarlotu," segir í spánni, en um leið sleginn sá varnagli að hækkunin gæti dregist fram á næsta ár verði ekki útséð með samningana eða stóriðjuna fyrir vaxtaákvörðunardaginn. Greiningardeildin bendir á að þegar Seðlabankinn hækkaði vexti fyrir helgi hafi hann gefið fyrirheit um frekari vaxtahækkun og tafar á lækkun vaxta ef kjarasamningar leiddu til óhóflegra launahækkana. Jafnframt segir í spánni ráð fyrir því gert að áhyggjur Seðlabankans miði einnig að félagsmálapökkum og/eða skattalækkunum af hálfu ríkisins í tengslum við kjarasamningana. Áhyggjur Seðlabankans eiga að mati greiningardeildarinnar við rök að styðjast, þar sem þrýstingur á launahækkanir sé „gífurlegur" meðal almennra félagsmanna í verkalýðsfélögum. „Afkoma ríkisins er betri en áður var talið sem eykur svigrúm þess til aðgerða sem liðka til fyrir samningum en skapa um leið þenslu. Aukinheldur er líklegt að brátt verði tilkynnt um frekari stóriðjuframkvæmdir sem mun færa verðbólguspár Seðlabankans til verri vegar," segir í spánni. Þegar líður á næsta ár býst greiningardeild Kaupþings við að aðgerðir Seðlabankans skili árangri, meðal annars með kólnun húsnæðismarkaða. Upphafi vaxtalækkunarferlis Seðlabankans er spáð undir lok næsta árs. „Hins vegar verða lækkanirnar mun hægari en spár Seðlabankans benda til," segir bankinn og koma þar helst til áhrif af stóriðjuframkvæmdum sem Seðlabankinn gerir ekki ráð fyrir í eigin spám. „Auk þessa telur Greiningardeild hættu á að opinberir aðilar muni kynda undir þenslu á næstunni, til dæmis með opinberum framkvæmdum og lægri álögum á almenning." Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Kjarasamningar og ný stóriðja verða til þess að Seðlabanki Íslands hækkar stýrivexti um 50 punkta á aukavaxtaákvörðunardegi 20. desember næstkomandi, að því er fram kemur í nýrri stýrivaxtaspá greiningardeildar Kaupþings. „Þannig mun bankinn leggja síðbúna 95 refsipunkta á efnahagslífið í þessari stuttu vaxtahækkunarlotu," segir í spánni, en um leið sleginn sá varnagli að hækkunin gæti dregist fram á næsta ár verði ekki útséð með samningana eða stóriðjuna fyrir vaxtaákvörðunardaginn. Greiningardeildin bendir á að þegar Seðlabankinn hækkaði vexti fyrir helgi hafi hann gefið fyrirheit um frekari vaxtahækkun og tafar á lækkun vaxta ef kjarasamningar leiddu til óhóflegra launahækkana. Jafnframt segir í spánni ráð fyrir því gert að áhyggjur Seðlabankans miði einnig að félagsmálapökkum og/eða skattalækkunum af hálfu ríkisins í tengslum við kjarasamningana. Áhyggjur Seðlabankans eiga að mati greiningardeildarinnar við rök að styðjast, þar sem þrýstingur á launahækkanir sé „gífurlegur" meðal almennra félagsmanna í verkalýðsfélögum. „Afkoma ríkisins er betri en áður var talið sem eykur svigrúm þess til aðgerða sem liðka til fyrir samningum en skapa um leið þenslu. Aukinheldur er líklegt að brátt verði tilkynnt um frekari stóriðjuframkvæmdir sem mun færa verðbólguspár Seðlabankans til verri vegar," segir í spánni. Þegar líður á næsta ár býst greiningardeild Kaupþings við að aðgerðir Seðlabankans skili árangri, meðal annars með kólnun húsnæðismarkaða. Upphafi vaxtalækkunarferlis Seðlabankans er spáð undir lok næsta árs. „Hins vegar verða lækkanirnar mun hægari en spár Seðlabankans benda til," segir bankinn og koma þar helst til áhrif af stóriðjuframkvæmdum sem Seðlabankinn gerir ekki ráð fyrir í eigin spám. „Auk þessa telur Greiningardeild hættu á að opinberir aðilar muni kynda undir þenslu á næstunni, til dæmis með opinberum framkvæmdum og lægri álögum á almenning."
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira