Viðskipti innlent

Veltan í Kauphöllinni orðin meiri en allt árið í fyrra

MYND/GVA

Heldarveltan fyrstu tíu mánuði ársins í Kauphöllinni er orðin 4.575 milljarðar króna og því nokkru meiri en allt árið í fyrra þegar hún var 4484 milljarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni.

Veltan á skuldabréfamarkaði í október nam 279 milljörðum og er það næst veltumesti mánuður frá upphafi. Sá veltumesti var ágúst síðastliðinn með 302 milljarða króna veltu. Veltan á hlutabréfmarkaði nam 179 milljörðum í október sem er nokkuð minni velta en á sama tíma og í fyrra þegar veltan nam 240 milljörðum.

Glitnir var með mestu veltuhlutdeildina á hlutabréfamarkaði í október eða rúm 27 prósent en á skuldabréfamarkaði var það Kaupþing banki með tæplega 36 prósent veltuhlutdeild.

Þá leiða tölur Kauphallarinnar í ljós að fyrstu tíu mánuði ársins hækkaði Úrvalsvísitalan um rúman fjórðung.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×