Viðskipti erlent

Aðalforstjóri Citigroup lætur af störfum

Charles Prince stjórnarformaður og aðalforstjóri Citigroup, stærsta banka í heimi hefur látið af störfum. Þetta var tilkynnt um helgina en við störfum hans tekur Robert Rubin fyrrum fjármálaráðherra Bandaríkjanna.

Stórir hluthafar í bankanum kröfðust þess að Prince sagðist af sér eftir að hagnaður á þriðja ársfjórðungi féll um 57%. Citigroup hefur farið mjög illa út úr svokölluðum undirmálslánum á fasteignamarkaðinum í Bandaríkjunum og þarf nú að leggja til hliðar 11 milljarða dollara eða um 650 milljarða króna á afskriftareikinginn vegna þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×