Fleiri fréttir Kaupþing leiðir kaup á Phase Eight Kaupþing hefur ásamt hópi fjárfesta keypt bresku tískuvöruverslunina Phase Eight á 51,5 milljónir punda, sem nemur tæpum sjö milljörðum króna. Þetta kemur fram í frétt á vef Times. 25.1.2007 13:00 Markmiðakvöld í febrúar Guðjón Bergmann jógakennari ætlar að bjóða upp á Markmiðakvöld 1. febrúar næstkomandi. Á Markmiðakvöldum er einblínt á stefnumótun í ljósi hinna sjö mannlegu þarfa, með stuttum fyrirlestri um mikilvægi markmiða og drauma, þar sem meðal annars verður rætt um fyrirheit og hættur. Markmiðakvöld var haldið síðast undir lok desember í fyrra á Grand Hótel í Reykjavík. 25.1.2007 11:30 Minni væntingar í Þýskalandi Væntingavísitala Þjóðverja til efnahagsmála í janúar drógust lítillega saman á milli mánaða. Helst er um að kenna hækkun á virðisaukaskatti, sem tók gildi í Þýskalandi um áramótin. Niðurstaðan kom greinendum á óvart enda hefur væntingavísitalan ekki mælst hærri síðastliðin 16 ár. 25.1.2007 11:00 Methagnaður hjá Nokia Finnski farsímaframleiðandinn Nokia skilaði tæplega 1,27 milljarða evra hagnaði á síðasta fjórðungi liðins árs samanborið við 1,07 milljarða evra hagnað á sama tíma ári fyrr. Þetta jafngildir 113,5 milljörðum íslenskra króna og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri. Hagnaður Nokia í fyrra nam 4,3 milljörðum evra, jafnvirði 384,3 milljörðum íslenskra króna. Vöxturinn var mestur á Indlandi og í Kína. 25.1.2007 10:21 Framleiðslan mest hér og verðlagið hátt Verg landsframleiðsla á mann hér er mest, eða 29 prósent yfir meðaltali 25 ríkja Evrópusambandsins. Verðlag er sömuleiðis hlutfallslega hæst hér á landi. Þetta kemur fram í niðurstöðum alþjóðlegs verðsamanburðar árið 2004 ásamt bráðabirgðaniðurstöðum árið 2005. 25.1.2007 10:04 Vísitölur náðu methæðum í dag Hlutabréfavísitölur náðu um tíma methæðum í fyrstu viðskiptum dagsins á helstu fjármálamörkuðum í Vestur-Evrópu í kjölfar birtingar afkomutalna fyrirtækja á síðasta fjórðungi liðins árs. Gengi þeirra ekki verið hærra í sex ár. Úrvalsvísitalan sló með í Kauphöll Íslands á mánudag þegar hún endaði í 6.930 stigum. Hún hefur dalað nokkuð síðan þá og endaði í gær í 6.885 stigum. 25.1.2007 09:45 Stjórnvöld sporna gegn kínverskum hagvexti Hagvöxtur í Kína jókst um 10,7 prósent á síðasta ári. Þetta er 0,2 prósentustigum meira en greinendur gerðu ráð fyrir og hefur hann ekki verið meiri síðan árið 1995, samkvæmt útreikningum kínversku hagstofunnar.Mesti vöxturinn var mestur í fjárfestingum og útflutningi. 25.1.2007 08:29 Novator skoðar sölu á BTC Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fengið bandaríska fjárfestingabankann Lehman Brothers til ráðgjafar um hugsanlega sölu á öllum hlutum félagsins í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company, BTC, sem var einkavætt fyrir þremur árum. 25.1.2007 06:00 Peningaskápurinn... Jón Þór Sturluson hagfræðingur var meðal frummælenda á fundi Félags viðskipta og hagfræðinga um krónuna og evruna. Erindi Jóns Þórs var athyglisvert og tæpt á ýmsum þáttum sem eru verðugt innlegg í þessa mikilvægu umræðu sem eflaust mun halda áfram næstu misserin. 25.1.2007 06:00 Pliva kærir HANFA Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva hefur lagt fram kæru á hendur HANFA, fjármálaeftirliti króatíu. 25.1.2007 06:00 Olían lækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 55 bandaríkjadali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í gær eftir um 5 prósenta hækkun á þriðjudag. Ástæðan voru væntingar um að olíubirgðir hefðu aukist á milli vikna í Bandaríkjunum vegna minni eftirspurnar. 25.1.2007 05:45 Norrænir bankar metnir í hærra lagi Stærstu bankar Norðurlanda eru of hátt verðmetnir um þessar mundir að mati Morgan Stanley og hefur hækkun þeirra verið keyrð áfram af auknum umsvifum í fjármálalífinu og getgátum um frekari samþjöppun í geiranum. 25.1.2007 05:45 Kreditkorti hf. verður skipt Ákveðið hefur verið að skipta upp fyrirtækinu Kreditkort hf. og færa útgáfu greiðslukorta og þjónustu við þau yfir í nýtt dótturfélag. Breytingin verður kynnt nánar af hálfu fyrirtækisins í dag. 25.1.2007 05:30 Glitnir gefur aftur út bréf í Evrópu Glitnir hefur gengið frá samningum um útgáfu skuldabréfa að upphæð 500 milljónir evra, sem jafngildir tæplega 45 milljörðum íslenskra króna, á föstum vöxtum sem nema 4,375 prósentum, með gjalddaga árið 2010. 25.1.2007 05:15 Evruhlutabréf eru rökrétt skref Líklegt má telja að tillaga um að færa allt hlutafé Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka úr krónum yfir í evrur verðu lögð fyrir hluthafa á aðalfundi bankans sem haldinn verður í febrúarlok eða byrjun mars. 25.1.2007 05:00 Gengi AMR fór niður Gengi hlutabréfa í bandaríska flugrekstrarfélaginu AMR Corp., sem FL Group á 5,98 prósenta hlut í, lækkaði í gær um 8,49 prósent á markaði í dag og var lokagengi dagsins 36,7 dalir á hlut. Greiningardeild Kaupþings segir líklegt að lækkunin skýrist af tilkynningu félagsins á hlutafjáraukningu til niðurgreiðslu skulda og skuldbindinga og kaupa á nýjum flugvélum. 24.1.2007 16:41 Hráolíuverð undir 55 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og er komið undir 55 dali á tunnu. Verðið hækkaði talsvert í gær. Ástæðan fyrir verðlækkuninni nú eru vonir greinenda og fjárfesta um að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist vegna hlýinda og minnkandi eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu til húshitunar. 24.1.2007 12:59 Útlán bankanna tóku kipp undir lok árs Útlán íslensku bankanna námu rúmum 3.808 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Lánin stóðu nokkuð í stað frá vordögum liðins ár en hafa vaxið hratt á síðustu mánuðum liðins árs. Skuldir heimilanna gagnvart bankakerfinu jukust um 30 prósent á milli ára. Helsta ástæðan er skuldbreyting húsnæðislána sem aftur minnkaði hlut Íbúðalánasjóðs. 24.1.2007 12:21 Air France-KLM tvístígandi um Alitalia Ekkert liggur fyrir hvort fransk hollenska flugfélagið Air France-KLM ætli að leggja fram yfirtökutilboð í ítalska flugfélagið Alitalia eða hafi fallið frá því. Alitalia er að mestu í eigu ítalska ríkisins. Fjölmiðlar í Evrópu reikna með að Air France-KLM hafi í hyggju að kaupa hlut í ítalska félaginu við einkavæðingu þess. 24.1.2007 11:00 MAN hætt við yfirtöku á Scania Þýski vörubílaframleiðandinn MAN hefur slíðrað sverðin í óvinveittri yfirtöku á sænska vörubílaframleiðandanum Scania og segist hætt við frekari áform í þá átt. MAN ætlar í staðin að hefja beinar samstarfsviðræður við stjórn Scania. 24.1.2007 09:57 Intrum til sölu? Getgátur hafa verið á sænskum hlutabréfamarkaði að innheimtufyrirtækið Intrum Justitia, sem er með starfsemi í 22 löndum, verði yfirtekið á þessu ári. 24.1.2007 06:15 Þingið áhrifalaust varðandi gengismál Margar stefnumarkandi ákvarðanir í peningamálum þjóðarinnar hafa verið teknar án frumkvæðis eða skilnings stjórnmálamanna, að sögn Vilhjálms Bjarnasonar aðjúnkts við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. 24.1.2007 06:15 Fiskverð í hæstu hæðum Mjög hátt verð fékkst fyrir fisk á fiskmörkuðum landsins í síðustu viku eða 185,75 krónur að meðaltali fyrir kíló sem er 6,52 króna hækkun á milli vikna. Vefur Fiskifrétta segir þetta jafngilda því að aflaverðmæti síðustu viku hafi numið 294 milljónum króna. 24.1.2007 06:15 Forstjórinn farinn vegna tapreksturs Forstjóri bandarísku fataverslanakeðjunnar GAP hætti störfum í vikubyrjun eftir að fyrirtækið skilaði taprekstri í fyrra. Þetta er annað árið í röð sem GAP skilar tapi vegna samdráttar í sölu. 24.1.2007 06:15 Kaupþingi spáð mestum hagnaði félaga árið 2007 Minni hagnaður af sölu eigna dregur heildarafkomu niður á milli ára. Fimm félög skila yfir tuttugu milljörðum í hús og ekkert verður rekið með tapi. 24.1.2007 06:15 Fyrirhyggja í uppgjöri Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins hafa ýmist ákveðið að gera bækur sínar upp í evrum eða íhuga að gera slíkt. 24.1.2007 06:00 Stýrivextir bíta í smákólnandi hagkerfi Aðstæður í alþjóðahagkerfinu eru sagðar hagfelldari en í byrjun síðasta árs og ýtir það undir bjartsýni um þróun mála hér vegna þess að minni líkur eru þá á taugaveiklunarviðbrögðum erlendra fjárfesta þrátt fyrir neikvæðar fréttir. 24.1.2007 06:00 Íslensk verðbréf skila methagnaði Íslensk verðbréf hf. á Akureyri skiluðu methagnaði á síðasta ári og einkenndist reksturinn af miklum vexti. Alls nam hagnaður félagsins 403 milljónum króna. 24.1.2007 06:00 Fyrsta erlenda skráning Glitnis Næstkomandi mánudag verður Copeinca, fjórði stærsti fiskimjöls- og lýsisframleiðandi Perú, skráð í Kauphöllina í Osló. 24.1.2007 06:00 Íslensk auglýsing fer víða Ímyndarauglýsing fyrir Volkswagen Passat sem Hvíta húsið og Saga film gerðu fyrir bifreiðaumboðið Heklu er nú sýnd við góðan orðstír á sjónvarpsstöðvum í Suður-Kóreu og Ungverjalandi. Útlit er fyrir að hróður íslenskrar auglýsingagerðar berist víðar því þegar hefur komið fyrirspurn frá Taívan um afnot af auglýsingunni. 24.1.2007 06:00 Þegar umsækjendum er hafnað Mikilvægt er að þeir sem ekki hafa verið valdir til starfa en hafa sótt um starf fái heiðarlegt höfnunarbréf, símtal eða tölvupóst. Þeir umsækjendur sem ekki verða fyrir valinu og fá hvorki skriflegt né munnlegt svar við umsóknum upplifa oft sterka höfnun. 24.1.2007 06:00 Lánshæfismat Alcoa lækkað Alcoa stefnir á hækkun arðgreiðslna og kaup á eigin bréfum. Standard & Poor‘s hefur efasemdir um ákvörðunina. 24.1.2007 06:00 Davos hafið Meirihluti þátttakenda á ráðstefnu Alþjóða efnahagsstofnunarinnar, World Economic Forum (WEF), sem hófst í Davos í Sviss í gær telja hagvöxt á réttu róli um allan heim um þessar mundir og muni næstu kynslóðir búa við gott efnahagslíf. Þeir telja hins vegar að öryggi sé ábótavant á heimsvísu auk þess sem umræða um umhverfismál hafi farið halloka. 24.1.2007 06:00 Þvingaðir leikir í hagstjórninni Skýrsla krónunefndar Viðskipta-ráðs sýnist hafa gefið umræðu um evruna byr undir báða vængi. Ekki síst fékk umræðan aukið vægi og dýpt í ljósi þess að atvinnulífið lýsti efasemdum sínum um framtíð krónunnar með því að stilla krónu og evru upp sem þeim kostum sem Íslendingar þyrftu að velja á milli og setja með því spurningarmerki aftan við framtíð krónunnar. Með skýrslunni hefur atvinnulífið unnið heimavinnu í einu helsta hagsmunamáli sínu. 24.1.2007 05:45 SPV má eiga þriðjung í SP Fjármálaeftirlitið hefur heimilað Sparisjóði Vélstjóraað fara með virkan eignarhlut, allt að 33 prósentum í SP-Fjármögnun hf. 24.1.2007 05:45 Félagsþjónusta auðmanna Það var glatt á hjalla hjá kunningja Aurasálarinnar um helgina. Eins og venjulega var úr nógu félagslífi að velja. Bankarnir buðu allir í partí og kvöldmat, nokkur stórfyrirtæki voru með veislur og svo var vini Aurasálarinnar vitaskuld boðið á leiki hjá íslenska handboltalandsliðinu, West Ham, Chelsea og Barcelona. 24.1.2007 05:30 Þýskar væntingar skutu yfir markið Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu í Þýskalandi í fyrra stóð ekki undir þeim væntingum sem Þjóðverjar gerðu til hennar. Vöxtur landsframleiðslu var minni en vonir stóðu til auk þess sem velta einskorðaðist við þann geira sem tengdist keppninni. 24.1.2007 05:30 Evrubókhald hluti áhættustýringar Möguleg tilfærsla bankanna á eigin fé sínu úr krónum í evrur er hluti af áhættustýringu þeirra og í raun óviðkomandi umræðu um framtíð krónunnar sem gjaldmiðils þjóðarinnar. Þetta segir Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans, og kveður bankana hljóta að stíga þetta skref fljótlega. 24.1.2007 05:15 Úr verkfræði í ræðismennsku Margt hefur breyst á Íslandi á þeim tuttugu og átta árum sem María Priscilla Zanoria hefur verið búsett á Íslandi. Árið 1979 kom hún hingað til lands, þá 24 ára gömul. Fyrir voru fjórir Filippseyingar á Íslandi. Hún minnist þess sérstaklega að margt eldra fólk virtist aldrei hafa séð dökka manneskju áður og varð því oftar en ekki starsýnt á hana. 24.1.2007 05:15 Álrisi fæðist í apríl Samkeppnisyfirvöld í Rússlandi gáfu í síðustu viku græna ljósið fyrir samruna álfyrirtækjanna Rusal, Sual og svissneska félagsins Glencore. Með samrunanum verður til umsvifamesti álrisi í heimi og veltir bandaríska álfyrirtækinu Alcoa í annað sætið yfir stærstu álfyrirtæki heims. 24.1.2007 05:00 Kaupmáttur eykst um tæp 3 prósent Launavísitala í desember í fyrra lækkaði um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Lækkunin skýrist af því að áhrifa gætir ekki lengur af 26.000 króna eingreiðslu sem kom til við endurskoðun kjarasamninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á almennum vinnumarkaði sem greidd var í árslok 2005, að sögn Hagstofu Íslands. 24.1.2007 05:00 Erlendar eignir lífeyrissjóða fari í helming heildareigna Erlendar eignir lífeyrissjóðanna hafa á áratug farið úr þremur prósentum í tæp þrjátíu af hreinni eign þeirra. Einkum er fjárfest í alþjóðlegum hlutabréfasjóðum. 24.1.2007 05:00 Samstarf á sviði gagnaöryggismála Tryggingamiðstöðin og Tölvuþjónustan SecurStore hafa ákveðið að hefja samstarf á sviði forvarna- og fræðslumála í tengslum við verndun tölvugagna. 24.1.2007 05:00 Metmánuður í krónubréfaútgáfu Janúar er stærsti mánuður í útgáfu krónubréfa frá upphafi. Alls hafa níu erlendir bankar gefið út krónubréf fyrir 61,5 milljarða króna í mánuðinum. Krónubréf eru skuldabréf gefin út í íslenskum krónum. 24.1.2007 04:45 Biðin styttist í Windows Menn bíða spenntir eftir því að almenningsútgáfa Windows Vista komi út um mánaðamótin. 24.1.2007 04:45 Sjá næstu 50 fréttir
Kaupþing leiðir kaup á Phase Eight Kaupþing hefur ásamt hópi fjárfesta keypt bresku tískuvöruverslunina Phase Eight á 51,5 milljónir punda, sem nemur tæpum sjö milljörðum króna. Þetta kemur fram í frétt á vef Times. 25.1.2007 13:00
Markmiðakvöld í febrúar Guðjón Bergmann jógakennari ætlar að bjóða upp á Markmiðakvöld 1. febrúar næstkomandi. Á Markmiðakvöldum er einblínt á stefnumótun í ljósi hinna sjö mannlegu þarfa, með stuttum fyrirlestri um mikilvægi markmiða og drauma, þar sem meðal annars verður rætt um fyrirheit og hættur. Markmiðakvöld var haldið síðast undir lok desember í fyrra á Grand Hótel í Reykjavík. 25.1.2007 11:30
Minni væntingar í Þýskalandi Væntingavísitala Þjóðverja til efnahagsmála í janúar drógust lítillega saman á milli mánaða. Helst er um að kenna hækkun á virðisaukaskatti, sem tók gildi í Þýskalandi um áramótin. Niðurstaðan kom greinendum á óvart enda hefur væntingavísitalan ekki mælst hærri síðastliðin 16 ár. 25.1.2007 11:00
Methagnaður hjá Nokia Finnski farsímaframleiðandinn Nokia skilaði tæplega 1,27 milljarða evra hagnaði á síðasta fjórðungi liðins árs samanborið við 1,07 milljarða evra hagnað á sama tíma ári fyrr. Þetta jafngildir 113,5 milljörðum íslenskra króna og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri. Hagnaður Nokia í fyrra nam 4,3 milljörðum evra, jafnvirði 384,3 milljörðum íslenskra króna. Vöxturinn var mestur á Indlandi og í Kína. 25.1.2007 10:21
Framleiðslan mest hér og verðlagið hátt Verg landsframleiðsla á mann hér er mest, eða 29 prósent yfir meðaltali 25 ríkja Evrópusambandsins. Verðlag er sömuleiðis hlutfallslega hæst hér á landi. Þetta kemur fram í niðurstöðum alþjóðlegs verðsamanburðar árið 2004 ásamt bráðabirgðaniðurstöðum árið 2005. 25.1.2007 10:04
Vísitölur náðu methæðum í dag Hlutabréfavísitölur náðu um tíma methæðum í fyrstu viðskiptum dagsins á helstu fjármálamörkuðum í Vestur-Evrópu í kjölfar birtingar afkomutalna fyrirtækja á síðasta fjórðungi liðins árs. Gengi þeirra ekki verið hærra í sex ár. Úrvalsvísitalan sló með í Kauphöll Íslands á mánudag þegar hún endaði í 6.930 stigum. Hún hefur dalað nokkuð síðan þá og endaði í gær í 6.885 stigum. 25.1.2007 09:45
Stjórnvöld sporna gegn kínverskum hagvexti Hagvöxtur í Kína jókst um 10,7 prósent á síðasta ári. Þetta er 0,2 prósentustigum meira en greinendur gerðu ráð fyrir og hefur hann ekki verið meiri síðan árið 1995, samkvæmt útreikningum kínversku hagstofunnar.Mesti vöxturinn var mestur í fjárfestingum og útflutningi. 25.1.2007 08:29
Novator skoðar sölu á BTC Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fengið bandaríska fjárfestingabankann Lehman Brothers til ráðgjafar um hugsanlega sölu á öllum hlutum félagsins í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company, BTC, sem var einkavætt fyrir þremur árum. 25.1.2007 06:00
Peningaskápurinn... Jón Þór Sturluson hagfræðingur var meðal frummælenda á fundi Félags viðskipta og hagfræðinga um krónuna og evruna. Erindi Jóns Þórs var athyglisvert og tæpt á ýmsum þáttum sem eru verðugt innlegg í þessa mikilvægu umræðu sem eflaust mun halda áfram næstu misserin. 25.1.2007 06:00
Pliva kærir HANFA Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva hefur lagt fram kæru á hendur HANFA, fjármálaeftirliti króatíu. 25.1.2007 06:00
Olían lækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 55 bandaríkjadali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í gær eftir um 5 prósenta hækkun á þriðjudag. Ástæðan voru væntingar um að olíubirgðir hefðu aukist á milli vikna í Bandaríkjunum vegna minni eftirspurnar. 25.1.2007 05:45
Norrænir bankar metnir í hærra lagi Stærstu bankar Norðurlanda eru of hátt verðmetnir um þessar mundir að mati Morgan Stanley og hefur hækkun þeirra verið keyrð áfram af auknum umsvifum í fjármálalífinu og getgátum um frekari samþjöppun í geiranum. 25.1.2007 05:45
Kreditkorti hf. verður skipt Ákveðið hefur verið að skipta upp fyrirtækinu Kreditkort hf. og færa útgáfu greiðslukorta og þjónustu við þau yfir í nýtt dótturfélag. Breytingin verður kynnt nánar af hálfu fyrirtækisins í dag. 25.1.2007 05:30
Glitnir gefur aftur út bréf í Evrópu Glitnir hefur gengið frá samningum um útgáfu skuldabréfa að upphæð 500 milljónir evra, sem jafngildir tæplega 45 milljörðum íslenskra króna, á föstum vöxtum sem nema 4,375 prósentum, með gjalddaga árið 2010. 25.1.2007 05:15
Evruhlutabréf eru rökrétt skref Líklegt má telja að tillaga um að færa allt hlutafé Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka úr krónum yfir í evrur verðu lögð fyrir hluthafa á aðalfundi bankans sem haldinn verður í febrúarlok eða byrjun mars. 25.1.2007 05:00
Gengi AMR fór niður Gengi hlutabréfa í bandaríska flugrekstrarfélaginu AMR Corp., sem FL Group á 5,98 prósenta hlut í, lækkaði í gær um 8,49 prósent á markaði í dag og var lokagengi dagsins 36,7 dalir á hlut. Greiningardeild Kaupþings segir líklegt að lækkunin skýrist af tilkynningu félagsins á hlutafjáraukningu til niðurgreiðslu skulda og skuldbindinga og kaupa á nýjum flugvélum. 24.1.2007 16:41
Hráolíuverð undir 55 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og er komið undir 55 dali á tunnu. Verðið hækkaði talsvert í gær. Ástæðan fyrir verðlækkuninni nú eru vonir greinenda og fjárfesta um að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist vegna hlýinda og minnkandi eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu til húshitunar. 24.1.2007 12:59
Útlán bankanna tóku kipp undir lok árs Útlán íslensku bankanna námu rúmum 3.808 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Lánin stóðu nokkuð í stað frá vordögum liðins ár en hafa vaxið hratt á síðustu mánuðum liðins árs. Skuldir heimilanna gagnvart bankakerfinu jukust um 30 prósent á milli ára. Helsta ástæðan er skuldbreyting húsnæðislána sem aftur minnkaði hlut Íbúðalánasjóðs. 24.1.2007 12:21
Air France-KLM tvístígandi um Alitalia Ekkert liggur fyrir hvort fransk hollenska flugfélagið Air France-KLM ætli að leggja fram yfirtökutilboð í ítalska flugfélagið Alitalia eða hafi fallið frá því. Alitalia er að mestu í eigu ítalska ríkisins. Fjölmiðlar í Evrópu reikna með að Air France-KLM hafi í hyggju að kaupa hlut í ítalska félaginu við einkavæðingu þess. 24.1.2007 11:00
MAN hætt við yfirtöku á Scania Þýski vörubílaframleiðandinn MAN hefur slíðrað sverðin í óvinveittri yfirtöku á sænska vörubílaframleiðandanum Scania og segist hætt við frekari áform í þá átt. MAN ætlar í staðin að hefja beinar samstarfsviðræður við stjórn Scania. 24.1.2007 09:57
Intrum til sölu? Getgátur hafa verið á sænskum hlutabréfamarkaði að innheimtufyrirtækið Intrum Justitia, sem er með starfsemi í 22 löndum, verði yfirtekið á þessu ári. 24.1.2007 06:15
Þingið áhrifalaust varðandi gengismál Margar stefnumarkandi ákvarðanir í peningamálum þjóðarinnar hafa verið teknar án frumkvæðis eða skilnings stjórnmálamanna, að sögn Vilhjálms Bjarnasonar aðjúnkts við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. 24.1.2007 06:15
Fiskverð í hæstu hæðum Mjög hátt verð fékkst fyrir fisk á fiskmörkuðum landsins í síðustu viku eða 185,75 krónur að meðaltali fyrir kíló sem er 6,52 króna hækkun á milli vikna. Vefur Fiskifrétta segir þetta jafngilda því að aflaverðmæti síðustu viku hafi numið 294 milljónum króna. 24.1.2007 06:15
Forstjórinn farinn vegna tapreksturs Forstjóri bandarísku fataverslanakeðjunnar GAP hætti störfum í vikubyrjun eftir að fyrirtækið skilaði taprekstri í fyrra. Þetta er annað árið í röð sem GAP skilar tapi vegna samdráttar í sölu. 24.1.2007 06:15
Kaupþingi spáð mestum hagnaði félaga árið 2007 Minni hagnaður af sölu eigna dregur heildarafkomu niður á milli ára. Fimm félög skila yfir tuttugu milljörðum í hús og ekkert verður rekið með tapi. 24.1.2007 06:15
Fyrirhyggja í uppgjöri Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins hafa ýmist ákveðið að gera bækur sínar upp í evrum eða íhuga að gera slíkt. 24.1.2007 06:00
Stýrivextir bíta í smákólnandi hagkerfi Aðstæður í alþjóðahagkerfinu eru sagðar hagfelldari en í byrjun síðasta árs og ýtir það undir bjartsýni um þróun mála hér vegna þess að minni líkur eru þá á taugaveiklunarviðbrögðum erlendra fjárfesta þrátt fyrir neikvæðar fréttir. 24.1.2007 06:00
Íslensk verðbréf skila methagnaði Íslensk verðbréf hf. á Akureyri skiluðu methagnaði á síðasta ári og einkenndist reksturinn af miklum vexti. Alls nam hagnaður félagsins 403 milljónum króna. 24.1.2007 06:00
Fyrsta erlenda skráning Glitnis Næstkomandi mánudag verður Copeinca, fjórði stærsti fiskimjöls- og lýsisframleiðandi Perú, skráð í Kauphöllina í Osló. 24.1.2007 06:00
Íslensk auglýsing fer víða Ímyndarauglýsing fyrir Volkswagen Passat sem Hvíta húsið og Saga film gerðu fyrir bifreiðaumboðið Heklu er nú sýnd við góðan orðstír á sjónvarpsstöðvum í Suður-Kóreu og Ungverjalandi. Útlit er fyrir að hróður íslenskrar auglýsingagerðar berist víðar því þegar hefur komið fyrirspurn frá Taívan um afnot af auglýsingunni. 24.1.2007 06:00
Þegar umsækjendum er hafnað Mikilvægt er að þeir sem ekki hafa verið valdir til starfa en hafa sótt um starf fái heiðarlegt höfnunarbréf, símtal eða tölvupóst. Þeir umsækjendur sem ekki verða fyrir valinu og fá hvorki skriflegt né munnlegt svar við umsóknum upplifa oft sterka höfnun. 24.1.2007 06:00
Lánshæfismat Alcoa lækkað Alcoa stefnir á hækkun arðgreiðslna og kaup á eigin bréfum. Standard & Poor‘s hefur efasemdir um ákvörðunina. 24.1.2007 06:00
Davos hafið Meirihluti þátttakenda á ráðstefnu Alþjóða efnahagsstofnunarinnar, World Economic Forum (WEF), sem hófst í Davos í Sviss í gær telja hagvöxt á réttu róli um allan heim um þessar mundir og muni næstu kynslóðir búa við gott efnahagslíf. Þeir telja hins vegar að öryggi sé ábótavant á heimsvísu auk þess sem umræða um umhverfismál hafi farið halloka. 24.1.2007 06:00
Þvingaðir leikir í hagstjórninni Skýrsla krónunefndar Viðskipta-ráðs sýnist hafa gefið umræðu um evruna byr undir báða vængi. Ekki síst fékk umræðan aukið vægi og dýpt í ljósi þess að atvinnulífið lýsti efasemdum sínum um framtíð krónunnar með því að stilla krónu og evru upp sem þeim kostum sem Íslendingar þyrftu að velja á milli og setja með því spurningarmerki aftan við framtíð krónunnar. Með skýrslunni hefur atvinnulífið unnið heimavinnu í einu helsta hagsmunamáli sínu. 24.1.2007 05:45
SPV má eiga þriðjung í SP Fjármálaeftirlitið hefur heimilað Sparisjóði Vélstjóraað fara með virkan eignarhlut, allt að 33 prósentum í SP-Fjármögnun hf. 24.1.2007 05:45
Félagsþjónusta auðmanna Það var glatt á hjalla hjá kunningja Aurasálarinnar um helgina. Eins og venjulega var úr nógu félagslífi að velja. Bankarnir buðu allir í partí og kvöldmat, nokkur stórfyrirtæki voru með veislur og svo var vini Aurasálarinnar vitaskuld boðið á leiki hjá íslenska handboltalandsliðinu, West Ham, Chelsea og Barcelona. 24.1.2007 05:30
Þýskar væntingar skutu yfir markið Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu í Þýskalandi í fyrra stóð ekki undir þeim væntingum sem Þjóðverjar gerðu til hennar. Vöxtur landsframleiðslu var minni en vonir stóðu til auk þess sem velta einskorðaðist við þann geira sem tengdist keppninni. 24.1.2007 05:30
Evrubókhald hluti áhættustýringar Möguleg tilfærsla bankanna á eigin fé sínu úr krónum í evrur er hluti af áhættustýringu þeirra og í raun óviðkomandi umræðu um framtíð krónunnar sem gjaldmiðils þjóðarinnar. Þetta segir Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans, og kveður bankana hljóta að stíga þetta skref fljótlega. 24.1.2007 05:15
Úr verkfræði í ræðismennsku Margt hefur breyst á Íslandi á þeim tuttugu og átta árum sem María Priscilla Zanoria hefur verið búsett á Íslandi. Árið 1979 kom hún hingað til lands, þá 24 ára gömul. Fyrir voru fjórir Filippseyingar á Íslandi. Hún minnist þess sérstaklega að margt eldra fólk virtist aldrei hafa séð dökka manneskju áður og varð því oftar en ekki starsýnt á hana. 24.1.2007 05:15
Álrisi fæðist í apríl Samkeppnisyfirvöld í Rússlandi gáfu í síðustu viku græna ljósið fyrir samruna álfyrirtækjanna Rusal, Sual og svissneska félagsins Glencore. Með samrunanum verður til umsvifamesti álrisi í heimi og veltir bandaríska álfyrirtækinu Alcoa í annað sætið yfir stærstu álfyrirtæki heims. 24.1.2007 05:00
Kaupmáttur eykst um tæp 3 prósent Launavísitala í desember í fyrra lækkaði um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Lækkunin skýrist af því að áhrifa gætir ekki lengur af 26.000 króna eingreiðslu sem kom til við endurskoðun kjarasamninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á almennum vinnumarkaði sem greidd var í árslok 2005, að sögn Hagstofu Íslands. 24.1.2007 05:00
Erlendar eignir lífeyrissjóða fari í helming heildareigna Erlendar eignir lífeyrissjóðanna hafa á áratug farið úr þremur prósentum í tæp þrjátíu af hreinni eign þeirra. Einkum er fjárfest í alþjóðlegum hlutabréfasjóðum. 24.1.2007 05:00
Samstarf á sviði gagnaöryggismála Tryggingamiðstöðin og Tölvuþjónustan SecurStore hafa ákveðið að hefja samstarf á sviði forvarna- og fræðslumála í tengslum við verndun tölvugagna. 24.1.2007 05:00
Metmánuður í krónubréfaútgáfu Janúar er stærsti mánuður í útgáfu krónubréfa frá upphafi. Alls hafa níu erlendir bankar gefið út krónubréf fyrir 61,5 milljarða króna í mánuðinum. Krónubréf eru skuldabréf gefin út í íslenskum krónum. 24.1.2007 04:45
Biðin styttist í Windows Menn bíða spenntir eftir því að almenningsútgáfa Windows Vista komi út um mánaðamótin. 24.1.2007 04:45