Kaupþingi spáð mestum hagnaði félaga árið 2007 24. janúar 2007 06:15 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Greiningardeildir viðskiptabankanna reikna með að samanlagður hagnaður tuttugu kauphallarfélaga verði á bilinu 137-225 milljarðar króna árið 2007. Þessi mikli munur skýrist aðallega af því að Greiningardeild Kaupþings, sem er með lægstu spána, áætlar hvorki fyrir um eigin afkomu né hagnað hjá Existu, en bæði Glitnir og Landsbankinn, sem spá heldur ekki fyrir eigin afkomu, búast við að Kaupþing og Exista hagnist mest á yfirstandandi ári. Á árinu 2006 reikna greiningardeildir bankanna með að samanlagður hagnaður fyrirtækja hafi numið 160-254 milljörðum króna. Sérfræðingar bankanna eru sammála um að árið 2007 muni koma til með að einkennast af frekari útrás, jafnt hjá fjármálafyrirtækjum sem og rekstrarfélögum. Þrátt fyrir að allt stefni í gott ár hvað afkomuna snertir eru allar greiningardeildirnar samhljóða um að heildarafkoman dragist saman á milli ára, eins og fyrr var getið. Þetta skýrist fyrst og fremst af minnkandi gengis- og söluhagnaði fjármála- og fjárfestingarfélaga. Hins vegar eru markaðsaðilar bjartsýnir um verulegan rekstrarbata hjá framleiðslufyrirtækjunum svokölluðu. Kaupþingi er spáð um 59,7 milljarða meðaltalshagnaði en bankinn skilaði mestum hagnaði fyrirtækja í Kauphöll árið 2005 og að öllum líkindum líka árið 2006. Þar á eftir kemur Exista með tæplega 41,8 milljarða króna meðaltalshagnað. Glitnir mun sitja í þriðja sæti rætist spárnar með um 28,3 milljarða hagnað en þar á eftir koma Landsbankinn (26,4 milljarðar) og FL Group (24,8 milljarðar). Straumur skilar rétt tæpum tuttugu milljörðum króna í hús, Actavis 13,6 milljörðum og Bakkavör Group yfir 8,2 milljörðum króna. Miðað við meðaltalsspár mun ekkert félag verða rekið með tapi á árinu 2007. Minnsti hagnaðurinn fellur í skaut 365 hf., 74 milljónir króna miðað við meðaltal tveggja spáa. Þegar allar meðaltalsspár eru lagðar saman fæst út að samanlagður hagnaður félaganna verður um 244 milljarðar króna árið 2007. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Greiningardeildir viðskiptabankanna reikna með að samanlagður hagnaður tuttugu kauphallarfélaga verði á bilinu 137-225 milljarðar króna árið 2007. Þessi mikli munur skýrist aðallega af því að Greiningardeild Kaupþings, sem er með lægstu spána, áætlar hvorki fyrir um eigin afkomu né hagnað hjá Existu, en bæði Glitnir og Landsbankinn, sem spá heldur ekki fyrir eigin afkomu, búast við að Kaupþing og Exista hagnist mest á yfirstandandi ári. Á árinu 2006 reikna greiningardeildir bankanna með að samanlagður hagnaður fyrirtækja hafi numið 160-254 milljörðum króna. Sérfræðingar bankanna eru sammála um að árið 2007 muni koma til með að einkennast af frekari útrás, jafnt hjá fjármálafyrirtækjum sem og rekstrarfélögum. Þrátt fyrir að allt stefni í gott ár hvað afkomuna snertir eru allar greiningardeildirnar samhljóða um að heildarafkoman dragist saman á milli ára, eins og fyrr var getið. Þetta skýrist fyrst og fremst af minnkandi gengis- og söluhagnaði fjármála- og fjárfestingarfélaga. Hins vegar eru markaðsaðilar bjartsýnir um verulegan rekstrarbata hjá framleiðslufyrirtækjunum svokölluðu. Kaupþingi er spáð um 59,7 milljarða meðaltalshagnaði en bankinn skilaði mestum hagnaði fyrirtækja í Kauphöll árið 2005 og að öllum líkindum líka árið 2006. Þar á eftir kemur Exista með tæplega 41,8 milljarða króna meðaltalshagnað. Glitnir mun sitja í þriðja sæti rætist spárnar með um 28,3 milljarða hagnað en þar á eftir koma Landsbankinn (26,4 milljarðar) og FL Group (24,8 milljarðar). Straumur skilar rétt tæpum tuttugu milljörðum króna í hús, Actavis 13,6 milljörðum og Bakkavör Group yfir 8,2 milljörðum króna. Miðað við meðaltalsspár mun ekkert félag verða rekið með tapi á árinu 2007. Minnsti hagnaðurinn fellur í skaut 365 hf., 74 milljónir króna miðað við meðaltal tveggja spáa. Þegar allar meðaltalsspár eru lagðar saman fæst út að samanlagður hagnaður félaganna verður um 244 milljarðar króna árið 2007.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira