Viðskipti innlent

Peningaskápurinn...

Virðurlegur öldungur

Jón Þór Sturluson hagfræðingur var meðal frummælenda á fundi Félags viðskipta og hagfræðinga um krónuna og evruna. Erindi Jóns Þórs var athyglisvert og tæpt á ýmsum þáttum sem eru verðugt innlegg í þessa mikilvægu umræðu sem eflaust mun halda áfram næstu misserin.

Jón Þór dró upp skemmtilega líkingu þegar hann var spuruður um hvort afskrifa ætti krónuna. „Krónan er eins og öldungur sem við eigum að koma fram við af virðingu," sagði Jón Þór og bætti við að gott dvalarheimili væri kannski staðurinn. Þessi öldungur væri við sæmilega heilsu. Jón Þór lét ósagt að spá fyrir um andlátið, en ljóst að það er farið að síga á seinnihluta æviskeiðsins.

Ósáttir við vöxt Nyhedsavisen

Daglega lesa nú 233 þúsund Danir hið íslenskættaða fríblað Nyhedsavisen samkvæmt nýrri lestrarkönnun frá Gallup. Það er langt frá fyrri áætlunum blaðsins um lesendafjölda á þessum tímapunkti, þrátt fyrir að þeim hafi fjölgað um átján prósent frá síðustu lestrarkönnun í nóvember 2006.

Blaðinu vex þó hratt ásmegin í Kaupmannahöfn og nágrenni. Þar lesa 146 þúsund manns blaðið og fjölgaði um 35 prósent frá síðustu könnun. Á Mið-Jótlandi lesa hins vegar einungis 34 þúsund manns fríblaðið. „Vöxtur okkar á Mið-Jótlandi er óviðunandi," segir Morten Nissen Nielsen í viðtali við viðskiptablaðið Børsen og boðar að þar verði spýtt í lófana.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×