Viðskipti erlent

Intrum til sölu?

Getgátur hafa verið á sænskum hlutabréfamarkaði að innheimtufyrirtækið Intrum Justitia, sem er með starfsemi í 22 löndum, verði yfirtekið á þessu ári.

Stærsti hluthafinn í Intrum er Landsbankinn með yfir ellefu prósenta hlut en í Dagens Industri kemur fram að stærstu eigendurnir hafi einungis áhuga á því að selja bréf sín sem valdi því að félagið er í ódýrari kantinum. Fyrir þær sakir er yfirtaka á Intrum líklegri en ella. Intrum er metið á rúma 67 milljarða króna í Kauphöllinni í Stokkhólmi og hefur hækkað um 30 prósent á einu ári.

Annar stærsti hluthafinn er svo Christer Gardell í Cevian Capital sem hefur starfað náið með íslenskum fjárfestum í Svíþjóð, svo sem í baráttunni um yfirráðin í Skandia.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×