Viðskipti innlent

Fyrsta erlenda skráning Glitnis

Næstkomandi mánudag verður Copeinca, fjórði stærsti fiskimjöls- og lýsisframleiðandi Perú, skráð í Kauphöllina í Osló.

Það er Glitnir Securities, dótturfélag Glitnis í Noregi, sem er umsjónaraðili skráningarinnar. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn skráir fyrirtæki í erlenda kauphöll.

Jafnframt stóð bankinn að sjö milljarða útboði í Copeinca í desember þar sem nýtt hlutafé var selt til alþjóðlegra fagfjárfesta. Fjárhæðin verður nýtt til fyrirtækjakaupa. Copeinca, sem var metið á ellefu milljarða króna fyrir útboðið, velti um 6,5 milljörðum króna á síðasta ári. Aðstæður eru góðar fyrir skráningu um þessar mundir; fiskimjölsverð er hátt og mikill áhugi er fyrir nýskráningum í Ósló.

Glitnismenn líta á þessa skráningu sem stökkpall fyrir frekari nýskráningar alþjóðlegra sjávarútvegsfélaga. -






Fleiri fréttir

Sjá meira


×