Lánshæfismat Alcoa lækkað 24. janúar 2007 06:00 Álver alcoa á Reyðarfirði. Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s lækkaði lánshæfismat Alcoa eftir að það ákvað að kaupa aftur allt að 10 prósent eigin bréfa og hækka arðgreiðslur til hluthafa. MYND/Jón Sigurður Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor‘s lækkaði lánshæfismat bandaríska álrisans Alcoa á föstudag í síðustu viku úr A- í BBB+. Lækkunin kemur í kjölfar ákvörðunar stjórnar félagsins að hækka arðgreiðslur til hluthafa um 13 prósent og kaupa allt að 10 prósent af eigin bréfum. Horfur eru stöðugar að mati Standard & Poor‘s. Alcoa gaf út skuldabréf fyrir tvo milljarða Bandaríkjadala á mánudag eftir að lánadrottnar félagsins lýstu yfir áhyggjum af stöðu mála vegna lánshæfismatsins. Í matinu koma fram efasemdir um að Alcoa geti lækkað skuldir sínar á sama tíma og félagið auki útgjöld með kaupum eigin bréfa, í ljósi þess að heimsmarkaðsverð á áli fer lækkandi. Standard & Poor‘s bendir ennfremur á að ákveðið hafi verið að lækka matið eftir að álrisinn sá sér ekki annað fært en að selja eignir til að mæta auknum kostnaði. „Í ljósi aukinna útgjalda vegna kaupa á eigin bréfum og lækkandi álverðs verður að teljast ólíklegt að fyrirtækinu [Alcoa] takist að lækka skuldir sínar innan ásættanlegs tíma,“ segir í mati Standard & Poor‘s. Fréttastofa Reuters hefur eftir Chris Snow, greinanda hjá bandaríska matsfyrirtækinu CreditSight, á mánudag að ákvörðun Alcoa um kaup á eigin bréfum sé einungis til þess fallin að milda hluthafa félagsins á kostnað lánadrottna. Hann bendir á að gengi hlutabréfa margra stórfyrirtækja í Bandaríkjunum hafi verið í kyrrstöðu um árabil og hafi hluthafar þrýst á stjórnendur fyrirtækjanna að þeir grípi til einhverra ráða til að þoka genginu upp á við. Lánadrottnum líki slíkt eðlilega illa þar sem kaupin minnki líkurnar á að félagið nái að grynnka á skuldum sínum auk þess sem það auki líkurnar á móti á lægra lánshæfismati, að sögn Snows. Hann bætir við að skuldabréfaútgáfan sé til þess fallin að fjármagna endurkaup Alcoa á eigin bréfum auk þess sem vonast er til að hægt verði að róa lánadrottna félagsins með útgáfunni. Mælir hann með því að hluthafar haldi í bréf sín í félaginu. Alcoa skilaði jafnvirði 160 milljarða króna hagnaði á síðasta ári sem er methagnaður í 118 ára sögu félagsins. Framleiðsla fyrirtækisins nam rúmum 15 milljón tonnum á tímabilinu en það er 3,6 prósenta aukning á milli ára. Álverð fór í hæstu hæðir um mitt síðasta ár en hefur farið lækkandi síðan og bendir fátt til að það fari í methæðir á nýjan leik á næstunni. Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor‘s lækkaði lánshæfismat bandaríska álrisans Alcoa á föstudag í síðustu viku úr A- í BBB+. Lækkunin kemur í kjölfar ákvörðunar stjórnar félagsins að hækka arðgreiðslur til hluthafa um 13 prósent og kaupa allt að 10 prósent af eigin bréfum. Horfur eru stöðugar að mati Standard & Poor‘s. Alcoa gaf út skuldabréf fyrir tvo milljarða Bandaríkjadala á mánudag eftir að lánadrottnar félagsins lýstu yfir áhyggjum af stöðu mála vegna lánshæfismatsins. Í matinu koma fram efasemdir um að Alcoa geti lækkað skuldir sínar á sama tíma og félagið auki útgjöld með kaupum eigin bréfa, í ljósi þess að heimsmarkaðsverð á áli fer lækkandi. Standard & Poor‘s bendir ennfremur á að ákveðið hafi verið að lækka matið eftir að álrisinn sá sér ekki annað fært en að selja eignir til að mæta auknum kostnaði. „Í ljósi aukinna útgjalda vegna kaupa á eigin bréfum og lækkandi álverðs verður að teljast ólíklegt að fyrirtækinu [Alcoa] takist að lækka skuldir sínar innan ásættanlegs tíma,“ segir í mati Standard & Poor‘s. Fréttastofa Reuters hefur eftir Chris Snow, greinanda hjá bandaríska matsfyrirtækinu CreditSight, á mánudag að ákvörðun Alcoa um kaup á eigin bréfum sé einungis til þess fallin að milda hluthafa félagsins á kostnað lánadrottna. Hann bendir á að gengi hlutabréfa margra stórfyrirtækja í Bandaríkjunum hafi verið í kyrrstöðu um árabil og hafi hluthafar þrýst á stjórnendur fyrirtækjanna að þeir grípi til einhverra ráða til að þoka genginu upp á við. Lánadrottnum líki slíkt eðlilega illa þar sem kaupin minnki líkurnar á að félagið nái að grynnka á skuldum sínum auk þess sem það auki líkurnar á móti á lægra lánshæfismati, að sögn Snows. Hann bætir við að skuldabréfaútgáfan sé til þess fallin að fjármagna endurkaup Alcoa á eigin bréfum auk þess sem vonast er til að hægt verði að róa lánadrottna félagsins með útgáfunni. Mælir hann með því að hluthafar haldi í bréf sín í félaginu. Alcoa skilaði jafnvirði 160 milljarða króna hagnaði á síðasta ári sem er methagnaður í 118 ára sögu félagsins. Framleiðsla fyrirtækisins nam rúmum 15 milljón tonnum á tímabilinu en það er 3,6 prósenta aukning á milli ára. Álverð fór í hæstu hæðir um mitt síðasta ár en hefur farið lækkandi síðan og bendir fátt til að það fari í methæðir á nýjan leik á næstunni.
Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira