Viðskipti erlent

Davos hafið

Árleg ráðstefna Alþjóða efnahagsstofnunarinnar hófst í gær.
Árleg ráðstefna Alþjóða efnahagsstofnunarinnar hófst í gær.

Meirihluti þátttakenda á ráðstefnu Alþjóða efnahagsstofnunarinnar, World Economic Forum (WEF), sem hófst í Davos í Sviss í gær telja hagvöxt á réttu róli um allan heim um þessar mundir og muni næstu kynslóðir búa við gott efnahagslíf. Þeir telja hins vegar að öryggi sé ábótavant á heimsvísu auk þess sem umræða um umhverfismál hafi farið halloka.

Gallup gerði skoðanakönnunina á meðal 2.500 þátttakenda sem höfðu skráð sig á ráðstefnuna fyrir árslok. Niðurstöðurnar eru svipaðar og á síðasta ári að undanskildum viðhorfum þeirra til umhverfismála en tuttugu prósent segja nú að gangskör þyrfti að gera í umhverfismálum á móti níu sem voru fylgjandi því í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×