Viðskipti innlent

Íslensk verðbréf skila methagnaði

Sævar Helgason, hjá Íslenskum verðbréfum. Félagið skilaði yfir fjögur hundruð milljóna króna hagnaði.
Sævar Helgason, hjá Íslenskum verðbréfum. Félagið skilaði yfir fjögur hundruð milljóna króna hagnaði.

Íslensk verðbréf hf. á Akureyri skiluðu methagnaði á síðasta ári og einkenndist reksturinn af miklum vexti. Alls nam hagnaður félagsins 403 milljónum króna.

Fyrirtækið sérhæfir sig í eignastýringu og stýrir um níutíu milljörðum króna fyrir viðskiptavini sem eru meðal annars lífeyrissjóðir, tryggingafélög og einstaklingar. Sævar Helgason, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa, segir að auk methagnaðar hafi talsverð aukning orðið á eignum í stýringu. „Árangurinn má þakka skýrri stefnu ásamt öflugum og samstilltum hópi starfsmanna,“ segir Sævar í fréttatilkynningu.

Stærstu hluthafar félagsins eru Íslensk eignastýring, Sparisjóður Norðlendinga og Lífeyrissjóður Norðurlands.

Félagið fagnar tuttugu ára afmæli sínu á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×