Viðskipti erlent

Pliva kærir HANFA

Rannsóknastofa Pliva í Zagreb. Pliva segist hafa hagað sér samkvæmt reglum kauphalla bæði í Zagreb og Lundúnum varðandi upplýsingagjöf til hluthafa og ætlar að fá nýjum úrskurði króatíska fjármálaeftirlitsins hnekkt fyrir dómi.
Rannsóknastofa Pliva í Zagreb. Pliva segist hafa hagað sér samkvæmt reglum kauphalla bæði í Zagreb og Lundúnum varðandi upplýsingagjöf til hluthafa og ætlar að fá nýjum úrskurði króatíska fjármálaeftirlitsins hnekkt fyrir dómi. Mynd/Pliva

Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva hefur lagt fram kæru á hendur HANFA, fjármálaeftirliti króatíu.

Pliva upplýsti um málið í gær og segir kæruna lagða fram í kjölfar athugasemdar HANFA um að fyrirtækið hafi haldið verðmyndandi upplýsingum frá hluthöfum á tímabilinu 13. til 17. mars síðastliðinn. Upplýsingarnar vörðuðu bréf Actavis til fyrirtækisins sem þá stefndi að kaupum á því, sem Pliva segir að hafi ekki falið í sér formlegt tilboð og því ekki borið að upplýsa um það strax. Formlegt boð hafi borist 17. mars og þá frá því greint ásamt þeirri staðreynd að stjórninni þætti það óviðunandi.

Pliva segist fylgja tilmælum HANFA og upplýsa þá sem kunna að hafa selt bréf sín á umræddu tímabili um niðurstöðu eftirlitsins.

Actavis reyndi fjandsamlega yfirtöku á Pliva, en laut í lægra haldi fyrir bandaríska lyfjarisanum Barr Pharmaceuticals í slagnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×