Viðskipti erlent

Olían lækkar

Olíuverð fór niður fyrir 55 dali á tunnu í gær eftir nokkrar hækkanir
Olíuverð fór niður fyrir 55 dali á tunnu í gær eftir nokkrar hækkanir MYND/AFP

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 55 bandaríkjadali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í gær eftir um 5 prósenta hækkun á þriðjudag. Ástæðan voru væntingar um að olíubirgðir hefðu aukist á milli vikna í Bandaríkjunum vegna minni eftirspurnar.

Ástæðan fyrir hækkuninni á þriðjudag var tilkynning bandaríska orkumálaráðuneytisins þess efnis að stjórnvöld vestanhafs ætli að auka olíubirgðir landsins um 100.000 olíutunnur á dag í vor.

Hráolíuverðið lækkaði um 55 sent á markaði í Bandaríkjunum og fór í 54,67 dali á tunnu á meðan verð á Norðursjávarolíu fór niður um 43 sent og endaði í 54,67 dölum á tunnu á markaði í Lundúnum í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×