Viðskipti innlent

Þingið áhrifalaust varðandi gengismál

Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt. Vilhjálmur kynnti helstu niðurstöður úr grein í vinnslu í Odda í gær.
Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt. Vilhjálmur kynnti helstu niðurstöður úr grein í vinnslu í Odda í gær. MYND/Rósa

Margar stefnumarkandi ákvarðanir í peningamálum þjóðarinnar hafa verið teknar án frumkvæðis eða skilnings stjórnmálamanna, að sögn Vilhjálms Bjarnasonar aðjúnkts við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Vilhjálmur velti upp spurningunni um hvort svo kynni einnig að fara í tengslum við umræðu um kosti og galla evrunnar sem gjaldmiðils hér í stað krónu í erindinu Þrautir þingsins, sem hann flutti í hádeginu í gær í málstofu viðskipta- og hagfræðideildar. Hann segist þó ekki ætla að spá neinu um hver þróunin verði, en segir merkilegt að sjá hvernig þingið hafi í gegnum tíðina yfirleitt staðið frammi fyrir orðnum hlutum þegar kæmi að ákvörðunum um gengi, verðtryggingu og vexti.

 

„Spurningin er kannski sú hvort fyrirtækin velji sér mynt hvert og eitt eins og heimild er fyrir í lögum um ársreikninga þar sem þau geti ekki búið við það að sveiflur í gengi krónunnar séu 10 til 15 prósent innan árs.“ Vilhjálmur bendir á að fyrirtæki færi mörg hver þegar bókhald sitt í erlendri mynt, að þrír fjórðu útlána bankanna séu það líka um leið og mikið af fjármálastjórn fyrirtækja fari í gjaldmiðlastýringu. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×