Evrubókhald hluti áhættustýringar 24. janúar 2007 05:15 Möguleg tilfærsla bankanna á eigin fé sínu úr krónum í evrur er hluti af áhættustýringu þeirra og í raun óviðkomandi umræðu um framtíð krónunnar sem gjaldmiðils þjóðarinnar. Þetta segir Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans, og kveður bankana hljóta að stíga þetta skref fljótlega. Björn Rúnar segir þó ljóst að lengra sé í breytinguna en ætlað hafi verið um áramótin þegar talið var að bankarnir myndu strax fylgja í kjölfar Straums-Burðaráss. „Kaupþing er hins vegar komið langlengst í þessu, með stærstan hluta af sínum tekjum í erlendri mynt og er klárlega næsti kandídat. Landsbankinn og Glitnir eru ekki komnir jafnlangt og málið ekki jafnaðkallandi. Þá hafa komið yfirlýsingar frá Kaupþingi um að þeir hafi safnað gjaldeyri.“ Björn Rúnar segir einnig ljóst að bankarnir hafi engan hag af því að breyta eigin fé sínu í ósátt við Seðlabanka eða stjórnvöld. „Bankarnir eru jú allir undir eftirliti og fjármálastöðugleiki er stór þáttur af þeirra umhverfi.“ Þá sé ekki eintómur ávinningur því fylgjandi fyrir fjármálastofnanir að færa bókhald sitt í aðra mynt. „Stóri mínusinn við þetta fyrir bankana er náttúrulega að missa hugsanlega stuðning Seðlabankans. Vega þarf og meta gallana á móti kostunum,“ segir Björn Rúnar og spáir því að stjórnendur bankanna muni tjá sig um stefnuna í þessum málum á aðalfundum þeirra í næsta og þarnæsta mánuði. „Hluthafar vilja væntanlega fá að vita hvert stefnir.“ Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Möguleg tilfærsla bankanna á eigin fé sínu úr krónum í evrur er hluti af áhættustýringu þeirra og í raun óviðkomandi umræðu um framtíð krónunnar sem gjaldmiðils þjóðarinnar. Þetta segir Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans, og kveður bankana hljóta að stíga þetta skref fljótlega. Björn Rúnar segir þó ljóst að lengra sé í breytinguna en ætlað hafi verið um áramótin þegar talið var að bankarnir myndu strax fylgja í kjölfar Straums-Burðaráss. „Kaupþing er hins vegar komið langlengst í þessu, með stærstan hluta af sínum tekjum í erlendri mynt og er klárlega næsti kandídat. Landsbankinn og Glitnir eru ekki komnir jafnlangt og málið ekki jafnaðkallandi. Þá hafa komið yfirlýsingar frá Kaupþingi um að þeir hafi safnað gjaldeyri.“ Björn Rúnar segir einnig ljóst að bankarnir hafi engan hag af því að breyta eigin fé sínu í ósátt við Seðlabanka eða stjórnvöld. „Bankarnir eru jú allir undir eftirliti og fjármálastöðugleiki er stór þáttur af þeirra umhverfi.“ Þá sé ekki eintómur ávinningur því fylgjandi fyrir fjármálastofnanir að færa bókhald sitt í aðra mynt. „Stóri mínusinn við þetta fyrir bankana er náttúrulega að missa hugsanlega stuðning Seðlabankans. Vega þarf og meta gallana á móti kostunum,“ segir Björn Rúnar og spáir því að stjórnendur bankanna muni tjá sig um stefnuna í þessum málum á aðalfundum þeirra í næsta og þarnæsta mánuði. „Hluthafar vilja væntanlega fá að vita hvert stefnir.“
Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira