Viðskipti erlent

Novator skoðar sölu á BTC

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson

Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fengið bandaríska fjárfestingabankann Lehman Brothers til ráðgjafar um hugsanlega sölu á öllum hlutum félagsins í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company, BTC, sem var einkavætt fyrir þremur árum.

Ákvörðun liggur ekki fyrir hvort hluturinn verði seldur.

Áhugi fjárfesta á BTC mun hafa aukist eftir að Búlgaría gekk í Evrópusambandið um síðustu áramót en við það var fjármögnun til fyrirtækjakaupa í landinu auðveldari en áður.

Novator á hluti í fjölda símafyrirtækja víða í Evrópu, meðal annars í Póllandi, Grikkland og í Finnlandi. Þá átti félagið tékkneska símafélagið Ceske Radiokommunicace, CRa, en seldi hann undir lok nóvember í fyrra.

Hluturinn í BTC, sem Novator tryggði sér fyrir tveimur árum, er stærsta eign fjárfestingafélagsins í símafyrirtækjum í Evrópu. Verðmæti þess hefur fimmfaldast frá einkavæðingu og nemur markaðsvirði þess nú um 1,7 milljóna evra, jafnvirði 152 milljarða íslenskra króna. Gera má ráð fyrir að verðmæti hlutar Novators í símafyrirtækinu hlaupi á tæpum 99 milljörðum íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×