Novator skoðar sölu á BTC 25. janúar 2007 06:00 Björgólfur Thor Björgólfsson Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fengið bandaríska fjárfestingabankann Lehman Brothers til ráðgjafar um hugsanlega sölu á öllum hlutum félagsins í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company, BTC, sem var einkavætt fyrir þremur árum. Ákvörðun liggur ekki fyrir hvort hluturinn verði seldur. Áhugi fjárfesta á BTC mun hafa aukist eftir að Búlgaría gekk í Evrópusambandið um síðustu áramót en við það var fjármögnun til fyrirtækjakaupa í landinu auðveldari en áður. Novator á hluti í fjölda símafyrirtækja víða í Evrópu, meðal annars í Póllandi, Grikkland og í Finnlandi. Þá átti félagið tékkneska símafélagið Ceske Radiokommunicace, CRa, en seldi hann undir lok nóvember í fyrra. Hluturinn í BTC, sem Novator tryggði sér fyrir tveimur árum, er stærsta eign fjárfestingafélagsins í símafyrirtækjum í Evrópu. Verðmæti þess hefur fimmfaldast frá einkavæðingu og nemur markaðsvirði þess nú um 1,7 milljóna evra, jafnvirði 152 milljarða íslenskra króna. Gera má ráð fyrir að verðmæti hlutar Novators í símafyrirtækinu hlaupi á tæpum 99 milljörðum íslenskra króna. Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fengið bandaríska fjárfestingabankann Lehman Brothers til ráðgjafar um hugsanlega sölu á öllum hlutum félagsins í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company, BTC, sem var einkavætt fyrir þremur árum. Ákvörðun liggur ekki fyrir hvort hluturinn verði seldur. Áhugi fjárfesta á BTC mun hafa aukist eftir að Búlgaría gekk í Evrópusambandið um síðustu áramót en við það var fjármögnun til fyrirtækjakaupa í landinu auðveldari en áður. Novator á hluti í fjölda símafyrirtækja víða í Evrópu, meðal annars í Póllandi, Grikkland og í Finnlandi. Þá átti félagið tékkneska símafélagið Ceske Radiokommunicace, CRa, en seldi hann undir lok nóvember í fyrra. Hluturinn í BTC, sem Novator tryggði sér fyrir tveimur árum, er stærsta eign fjárfestingafélagsins í símafyrirtækjum í Evrópu. Verðmæti þess hefur fimmfaldast frá einkavæðingu og nemur markaðsvirði þess nú um 1,7 milljóna evra, jafnvirði 152 milljarða íslenskra króna. Gera má ráð fyrir að verðmæti hlutar Novators í símafyrirtækinu hlaupi á tæpum 99 milljörðum íslenskra króna.
Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira